Innlent

Framkvæmdir fyrir 128 milljarða

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Það er 49 milljörðum meira en var kynnt á Útboðsþingi síðasta árs.
Það er 49 milljörðum meira en var kynnt á Útboðsþingi síðasta árs. Fréttablaðið/Eyþór Árnason
Verklegar framkvæmdir tíu opinberra aðila sem kynntar voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær munu nema 128 milljörðum króna á árinu. Það er 49 milljörðum meira en var kynnt á Útboðsþingi síðasta árs.

Hluta aukningarinnar má rekja til þess að á síðasta ári kynnti Kópavogsbær framkvæmdir upp á um 3,7 milljarða en í ár voru kynntar saman framkvæmdir á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Reykjavíkurborg upp á 16,4 milljarða.

Vegagerðin kynnti framkvæmdir upp á 21,9 milljarða, Isavia áætlar framkvæmdir upp á 20,5 milljarða og Reykjavíkurborg upp á 20 milljarða en um metár í framkvæmdum er þar að ræða.

Þá kynnti Framkvæmdasýsla ríkisins framkvæmdir upp á 19,7 milljarða, Landsnet upp á 9,2 milljarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×