Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 14:13 Ólafur Þór Ævarsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir Útskýringar Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, um að hafa fallið í 36 klukkustunda óminni um leið og hann gekk inn á barinn Klaustur í nóvember síðastliðnum hefur vakið mikla athygli. Geðlæknir hefur nú stigið fram og bent á að þetta „blackout“ Gunnars Braga geti verið alvarlegt merki um tímabundna heilabilun. Gunnar lét þessi ummæli falla í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem var sendur út í gær. Þar lýsti Gunnar Bragi algjöru „blackout“ eða minnisleysi. Hann sagðist ekki muna hvað hann gerði og hann hefði þurft að hlusta á upptökurnar frá Klaustri til að heyra hvaða ummæli voru látin falla á barnum. Hann sagðist einnig hafa týnt fötunum sínum þessa nótt. „Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur ritað nokkur orð um „Blackout“ á vef Forvarna ehf. Hann segir að „blackout“ eða minnisleysi vegna áfengisdrykkju sé vegna alvarlegrar starfsemistruflunar í minnisstöðvum heilans. „Ef slíkt ástand hefur varað í einn eða fleiri sólarhringa er það alvarlegt merki um tímabundna heilabilun. Ástæður eru yfirleitt mjög mikil áfengisneysla eða langvinnt áfengisvandamál. Einstaklingur með slík einkenni er ekki vinnufær. Ef hann gegndi ábyrgðarstarfi, sem t.d. flugstjóri, væri hann sendur í langt veikindaleyfi og kæmi ekki til vinnu fyrr en eftir ítarlegar rannsóknir og áfengismeðferð,“ segir Ólafur. Hann hefur starfað að lækningum og kennslu við háskólageðdeildir erlendis og hérlendis en hann lauk doktorsprófi frá læknadeild Gautaborgarháskóla árið 1998. Er Ólafur stofnandi Forvarna ehf. sem reka Lækninga- og fræðslusetur. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Útskýringar Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, um að hafa fallið í 36 klukkustunda óminni um leið og hann gekk inn á barinn Klaustur í nóvember síðastliðnum hefur vakið mikla athygli. Geðlæknir hefur nú stigið fram og bent á að þetta „blackout“ Gunnars Braga geti verið alvarlegt merki um tímabundna heilabilun. Gunnar lét þessi ummæli falla í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem var sendur út í gær. Þar lýsti Gunnar Bragi algjöru „blackout“ eða minnisleysi. Hann sagðist ekki muna hvað hann gerði og hann hefði þurft að hlusta á upptökurnar frá Klaustri til að heyra hvaða ummæli voru látin falla á barnum. Hann sagðist einnig hafa týnt fötunum sínum þessa nótt. „Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur ritað nokkur orð um „Blackout“ á vef Forvarna ehf. Hann segir að „blackout“ eða minnisleysi vegna áfengisdrykkju sé vegna alvarlegrar starfsemistruflunar í minnisstöðvum heilans. „Ef slíkt ástand hefur varað í einn eða fleiri sólarhringa er það alvarlegt merki um tímabundna heilabilun. Ástæður eru yfirleitt mjög mikil áfengisneysla eða langvinnt áfengisvandamál. Einstaklingur með slík einkenni er ekki vinnufær. Ef hann gegndi ábyrgðarstarfi, sem t.d. flugstjóri, væri hann sendur í langt veikindaleyfi og kæmi ekki til vinnu fyrr en eftir ítarlegar rannsóknir og áfengismeðferð,“ segir Ólafur. Hann hefur starfað að lækningum og kennslu við háskólageðdeildir erlendis og hérlendis en hann lauk doktorsprófi frá læknadeild Gautaborgarháskóla árið 1998. Er Ólafur stofnandi Forvarna ehf. sem reka Lækninga- og fræðslusetur.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00