Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 18:45 Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Vísir/Vilhelm Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira