Borgin greiðir helming af kostnaði við hin umdeildu pálmatré Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 23:15 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Mynd/Reykjavíkurborg Listaverkið Pálmatré sem rísa mun í nýju hverfi Vogabyggðar mun kosta Reykjavíkurborg og lóðaeigendur samtals 140 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist til helminga og hefur hann legið fyrir síðan í fyrra. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.Pálmatrjánum hefur verið líkt við stráin frægu sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík. Stráin kostuðu samtals yfir 1,1 milljón króna.Vísir/VilhelmBjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi í kvöld að kostnaðurinn við verkið skiptist til helminga. Reykjavíkurborg greiði þannig 70 milljónir fyrir verkið, sem komi af byggingarréttargjöldum á svæðinu. Þá sé heildarkostnaðurinn, þ.e. 140 milljónir króna, um eitt prósent af byggingarréttargjöldunum.„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis. Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór. Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann. Þá veltir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins því upp hvort kostnaðurinn við pálmatrén sé ekki nokkuð hár, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafi farið fram úr áætlun síðustu misseri.Hér að neðan má svo sjá frekari vangaveltur um pálmatrén umdeildu.Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019 140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana. Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019 Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019 Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Listaverkið Pálmatré sem rísa mun í nýju hverfi Vogabyggðar mun kosta Reykjavíkurborg og lóðaeigendur samtals 140 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist til helminga og hefur hann legið fyrir síðan í fyrra. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.Pálmatrjánum hefur verið líkt við stráin frægu sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík. Stráin kostuðu samtals yfir 1,1 milljón króna.Vísir/VilhelmBjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi í kvöld að kostnaðurinn við verkið skiptist til helminga. Reykjavíkurborg greiði þannig 70 milljónir fyrir verkið, sem komi af byggingarréttargjöldum á svæðinu. Þá sé heildarkostnaðurinn, þ.e. 140 milljónir króna, um eitt prósent af byggingarréttargjöldunum.„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis. Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór. Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann. Þá veltir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins því upp hvort kostnaðurinn við pálmatrén sé ekki nokkuð hár, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafi farið fram úr áætlun síðustu misseri.Hér að neðan má svo sjá frekari vangaveltur um pálmatrén umdeildu.Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019 140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana. Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019 Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019 Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00