Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 23:00 Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys. Getty/Joe Robbins Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles NFL Ofurskálin Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles
NFL Ofurskálin Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira