Framúrkeyrslan í Eyjum nemur 56 milljónum Sighvatur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 19:15 Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að verið sé að rugla saman verkum í fréttum af framúrkeyrslu vegna framkvæmda á Fiskiðjureitnum í Eyjum. Eyjar.net Vísir greindi frá því í gær að framkvæmdir við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum væru komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Þá var heildarkostnaður framkvæmda sagður nema ríflega 600 milljónum króna. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir þetta vera rangt, verið sé að rugla saman verkum. Hið rétta sé að framkvæmdirnar hafi farið 56 milljónum króna fram úr áætlunum.Það er nú því miður svo þegar verið er að laga gömul hús að erfitt er að vita nákvæmlega í hverju maður lendir. Í slíkum tilvikum þarf að fylgjast vel með framvindu og kostnaði, halda pólitískum fulltrúum upplýstum og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta annaðhvort framkvæmdum eða halda áfram vitandi að auknum framkvæmdum fylgir aukinn kostnaður. Þannig var þetta unnið.Aukinn kostnaður vegna hreinsunar og förgunar Ólafur segir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við lagfæringu og endurbyggingu Fiskiðjunnar hafi hljóðað upp á 270 milljónir króna, vegna framkvæmda utanhúss og aðgengis, svo sem lyftu, stigahúss og fleira. Kostnaður þess verkþáttar hafi hækkað um 56 milljónir, í 326 milljónir króna. Aukinn kostnaður við framkvæmdirnar skýrist meðal annars af klæðningu á suðurhlið hússins að hluta til og gluggum á suðurhlið þriðju hæðar. Auk þess var kostnaður við hreinsun og förgun hluta úr húsinu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Fiskiðjan er á fjórum hæðum. Efsta hæðin var seld undir nýjar íbúðir. Á fyrstu hæðinni verður nýtt fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, þar sem sett verður upp nýtt hvalasafn í samstarfi við fyrirtækið Merlin Entertainments. Kostnaður vegna framkvæmda á fyrstu hæð nemur 7,6 milljónum króna. Ólafur segir það tilkomið „vegna verka sem Vestmannaeyjabær þurfti að inna af hendi sem húseigandi til að koma eigninni í leiguhæft ástand til Merlin.“ Á annarri hæð hússins er Þekkingarsetur Vestmannaeyja til húsa og á þeirri þriðju er gert ráð fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að kostnaður vegna annarrar og þriðju hæðar sé rúmlega 270 milljónir króna. Ólafur segir það ekki rétt að taka þann kostnað með öðrum kostnaði þar sem þessir verkþættir hafi verið ákveðnir eftir gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar. Kostnaður vegna Þekkingarseturs Vestmannaeyja á annarri hæð Fiskiðjunnar nemur 210 milljónum króna, Vestmannaeyjabær hafi fjármagnað það og Þekkingarsetrið muni greiða það til baka í formi leigu á húsnæðinu. Ólafur segir að kostnaður við fyrsta áfanga þriðju hæðarinnar sé 61 milljón króna. Það verk sé enn í hönnunarferli og kostnaðaráætlun því ekki tilbúin.Vestmannaeyjar.Vísir/PjeturÓlafur segist fagna því að kjörnir fulltrúar hjá Vestmannaeyjabæ hafi lýst yfir áhuga á því að skoða kostnað vegna framkvæmdanna við Fiskiðjuna. „Eftir að hafa unnið við verklegar framkvæmdir hins opinbera í rúman áratug er það mín skoðun að hið allra mikilvægasta sé að framvinda verka og útgjöld þeim fylgjandi sé á öllum tíma upplýst og meðvituð. Oft er ekki komist hjá því að eitthvað ófyrirséð hafi áhrif á áætlanir. Í þeim tilvikum þarf að taka ákvörðun um að hætta eða auka kostnað. Við embættismenn sækjum slíkar heimildir til kjörinna fulltrúa og það má ekki líta á það sem „framúrkeyrslu“ eða óútskýrðan kostnað,“ segir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framkvæmdir við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum væru komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Þá var heildarkostnaður framkvæmda sagður nema ríflega 600 milljónum króna. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir þetta vera rangt, verið sé að rugla saman verkum. Hið rétta sé að framkvæmdirnar hafi farið 56 milljónum króna fram úr áætlunum.Það er nú því miður svo þegar verið er að laga gömul hús að erfitt er að vita nákvæmlega í hverju maður lendir. Í slíkum tilvikum þarf að fylgjast vel með framvindu og kostnaði, halda pólitískum fulltrúum upplýstum og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta annaðhvort framkvæmdum eða halda áfram vitandi að auknum framkvæmdum fylgir aukinn kostnaður. Þannig var þetta unnið.Aukinn kostnaður vegna hreinsunar og förgunar Ólafur segir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við lagfæringu og endurbyggingu Fiskiðjunnar hafi hljóðað upp á 270 milljónir króna, vegna framkvæmda utanhúss og aðgengis, svo sem lyftu, stigahúss og fleira. Kostnaður þess verkþáttar hafi hækkað um 56 milljónir, í 326 milljónir króna. Aukinn kostnaður við framkvæmdirnar skýrist meðal annars af klæðningu á suðurhlið hússins að hluta til og gluggum á suðurhlið þriðju hæðar. Auk þess var kostnaður við hreinsun og förgun hluta úr húsinu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Fiskiðjan er á fjórum hæðum. Efsta hæðin var seld undir nýjar íbúðir. Á fyrstu hæðinni verður nýtt fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, þar sem sett verður upp nýtt hvalasafn í samstarfi við fyrirtækið Merlin Entertainments. Kostnaður vegna framkvæmda á fyrstu hæð nemur 7,6 milljónum króna. Ólafur segir það tilkomið „vegna verka sem Vestmannaeyjabær þurfti að inna af hendi sem húseigandi til að koma eigninni í leiguhæft ástand til Merlin.“ Á annarri hæð hússins er Þekkingarsetur Vestmannaeyja til húsa og á þeirri þriðju er gert ráð fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að kostnaður vegna annarrar og þriðju hæðar sé rúmlega 270 milljónir króna. Ólafur segir það ekki rétt að taka þann kostnað með öðrum kostnaði þar sem þessir verkþættir hafi verið ákveðnir eftir gerð upphaflegu kostnaðaráætlunarinnar. Kostnaður vegna Þekkingarseturs Vestmannaeyja á annarri hæð Fiskiðjunnar nemur 210 milljónum króna, Vestmannaeyjabær hafi fjármagnað það og Þekkingarsetrið muni greiða það til baka í formi leigu á húsnæðinu. Ólafur segir að kostnaður við fyrsta áfanga þriðju hæðarinnar sé 61 milljón króna. Það verk sé enn í hönnunarferli og kostnaðaráætlun því ekki tilbúin.Vestmannaeyjar.Vísir/PjeturÓlafur segist fagna því að kjörnir fulltrúar hjá Vestmannaeyjabæ hafi lýst yfir áhuga á því að skoða kostnað vegna framkvæmdanna við Fiskiðjuna. „Eftir að hafa unnið við verklegar framkvæmdir hins opinbera í rúman áratug er það mín skoðun að hið allra mikilvægasta sé að framvinda verka og útgjöld þeim fylgjandi sé á öllum tíma upplýst og meðvituð. Oft er ekki komist hjá því að eitthvað ófyrirséð hafi áhrif á áætlanir. Í þeim tilvikum þarf að taka ákvörðun um að hætta eða auka kostnað. Við embættismenn sækjum slíkar heimildir til kjörinna fulltrúa og það má ekki líta á það sem „framúrkeyrslu“ eða óútskýrðan kostnað,“ segir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu.
Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira