Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 06:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn. vísir/tom Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, þreytti frumraun sína á stórmóti fyrir rúmum áratug þegar að íslenska liðið vann silfur í Peking. Stórmótin hafa verið fjölmörg síðan þá hjá markverðinum og árin hafa hrannast upp. Hann er ekki lengur ungur og spenntur hvolpur heldur elsti og reynslumesti maður liðsins. Og hann fær ekki að gleyma því! „Tilfinningin er oftast svipuð fyrir stórmót en hún er aðeins öðruvísi núna. Ég er orðinn gamli kallinn og það er hrikalegur stimpill að fá á sig. Strákarnir eru líka mikið að minna mig á það. Þetta er erfiður biti að kyngja,“ segir Björgvin Páll. „Við erum með meðalaldur upp á 24 ár sem manni finnst eiginlega bara glórulaust. Það er bara geggjað að sjá hversu miklir svampar þessir ungu strákar eru hérna. Þeir éta allt í sig. Það er nýtt fyrir mig að vera gamli kallinn en ég tek því fagnandi,“ segir hann.Björgvin Páll hlustar á landsliðsþjálfarana fyrir æfinguna í dag.vísir/tomAlgjörir proffar Eins og Björgvin bendir á er meðalaldur liðsins ekki hár en nýliðunum verður öllum kasta beint út í djúpu laugina í dag þegar að liðið mætir Króatíu í fyrsta leik á HM 2019. „Það kemur ákveðin gredda með svona ungu liði og margir óvissuþættir sem geta farið vel og illa. Það er eitthvað sem við erum tilbúnir fyrir. Það sést á æfingum hversu tilbúnir þessir strákar eru og það fyllir mann sjálfstrausti. Þó að það er stórmót á hverju ár þá er eitthvað nýtt og öðruvísi við þetta hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Þetta er bara HM og menn koma inn í fyrsta leik sem er stórleikur á móti Króatíu,“ segir Björgvin. En, hvernig eru þessir ungu guttar? Hvernig leikmenn eru þetta og hvernig týpur? Björgvin er allavega mjög ánægður með þá og segir frá: „Þetta eru svampar. Þetta eru atvinnumenn þó svo þeir hafi ekki verið í atvinnumennsku. Þeir mæta hálftíma fyrr á allar æfingar og byrja að rúlla sig en í gamla daga stauluðust menn út úr klefanum rétt fyrir æfingu,“ segir Björgvin. „Manni líður bara illa að koma á æfingu 20 mínútum fyrr því þeir eru þá allir mættir, ferskir og klárir. Þessa nýja kynslóð sem er að koma upp eru bara proffar og gaurar sem vilja þetta. Þetta eru handboltanördar og að labba inn í svona mót fyrir þá er bara gulls ígildi.“Tomas Svensson, goðsögn og grýla, er markvarðaþjálfari landsliðsins.vísir/tomEkki að spila vel Markvarsla landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og Björgvin og kollegar hans fengið að heyra það. Björgvin er sjálfur í öldudal í Danmörku og fer ekkert í felur með það. Hann er samt alltaf brattur. „Ég er góður. Það er bara ákveðin rútína fyrir mig líka að heyra á hverju ári viku fyrir stórmót þessa umræðu um markvörsluna. Þetta er gömul tugga sem erfitt er að berja frá sér en ef hún á einhvern tíma rétt á sér er það kannski núna,“ segir hann. „Ég hef ekki spilað vel út í Danmörku síðustu mánuðina. Ég byrjaði vel þar en svo fór að halla undan fæti og ég fór að spila minna. Ég var með einhverja 30 prósent vörslu [á Noregsmótinu] þrátt fyrir 0-12 leikinn á móti Noregi þannig ég er bara að vinna í mínum málum og ég er með gott teymi í kringum mig í því. Ég verð bara klár í fyrsta leik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Björgvin Páll - Er að vinna í mínum málum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, þreytti frumraun sína á stórmóti fyrir rúmum áratug þegar að íslenska liðið vann silfur í Peking. Stórmótin hafa verið fjölmörg síðan þá hjá markverðinum og árin hafa hrannast upp. Hann er ekki lengur ungur og spenntur hvolpur heldur elsti og reynslumesti maður liðsins. Og hann fær ekki að gleyma því! „Tilfinningin er oftast svipuð fyrir stórmót en hún er aðeins öðruvísi núna. Ég er orðinn gamli kallinn og það er hrikalegur stimpill að fá á sig. Strákarnir eru líka mikið að minna mig á það. Þetta er erfiður biti að kyngja,“ segir Björgvin Páll. „Við erum með meðalaldur upp á 24 ár sem manni finnst eiginlega bara glórulaust. Það er bara geggjað að sjá hversu miklir svampar þessir ungu strákar eru hérna. Þeir éta allt í sig. Það er nýtt fyrir mig að vera gamli kallinn en ég tek því fagnandi,“ segir hann.Björgvin Páll hlustar á landsliðsþjálfarana fyrir æfinguna í dag.vísir/tomAlgjörir proffar Eins og Björgvin bendir á er meðalaldur liðsins ekki hár en nýliðunum verður öllum kasta beint út í djúpu laugina í dag þegar að liðið mætir Króatíu í fyrsta leik á HM 2019. „Það kemur ákveðin gredda með svona ungu liði og margir óvissuþættir sem geta farið vel og illa. Það er eitthvað sem við erum tilbúnir fyrir. Það sést á æfingum hversu tilbúnir þessir strákar eru og það fyllir mann sjálfstrausti. Þó að það er stórmót á hverju ár þá er eitthvað nýtt og öðruvísi við þetta hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Þetta er bara HM og menn koma inn í fyrsta leik sem er stórleikur á móti Króatíu,“ segir Björgvin. En, hvernig eru þessir ungu guttar? Hvernig leikmenn eru þetta og hvernig týpur? Björgvin er allavega mjög ánægður með þá og segir frá: „Þetta eru svampar. Þetta eru atvinnumenn þó svo þeir hafi ekki verið í atvinnumennsku. Þeir mæta hálftíma fyrr á allar æfingar og byrja að rúlla sig en í gamla daga stauluðust menn út úr klefanum rétt fyrir æfingu,“ segir Björgvin. „Manni líður bara illa að koma á æfingu 20 mínútum fyrr því þeir eru þá allir mættir, ferskir og klárir. Þessa nýja kynslóð sem er að koma upp eru bara proffar og gaurar sem vilja þetta. Þetta eru handboltanördar og að labba inn í svona mót fyrir þá er bara gulls ígildi.“Tomas Svensson, goðsögn og grýla, er markvarðaþjálfari landsliðsins.vísir/tomEkki að spila vel Markvarsla landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og Björgvin og kollegar hans fengið að heyra það. Björgvin er sjálfur í öldudal í Danmörku og fer ekkert í felur með það. Hann er samt alltaf brattur. „Ég er góður. Það er bara ákveðin rútína fyrir mig líka að heyra á hverju ári viku fyrir stórmót þessa umræðu um markvörsluna. Þetta er gömul tugga sem erfitt er að berja frá sér en ef hún á einhvern tíma rétt á sér er það kannski núna,“ segir hann. „Ég hef ekki spilað vel út í Danmörku síðustu mánuðina. Ég byrjaði vel þar en svo fór að halla undan fæti og ég fór að spila minna. Ég var með einhverja 30 prósent vörslu [á Noregsmótinu] þrátt fyrir 0-12 leikinn á móti Noregi þannig ég er bara að vinna í mínum málum og ég er með gott teymi í kringum mig í því. Ég verð bara klár í fyrsta leik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Björgvin Páll - Er að vinna í mínum málum
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00