Erfitt að komast ekki í sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 20:45 Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur Jól Suðurskautslandið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira