Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2019 13:00 Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Braggamálið Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Braggamálið Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira