Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2019 08:15 Svefninn er okkur mjög mikilvægur. vísir/Getty Skortur er á fræðslu um svefn meðal barna og ungmenna og hvaða afleiðingar það hefur að sofa ekki nægilega mikið. Börn og ungmenni þurfa að læra að þekkja eigin líkama og tilfinningar og átta sig á þeirri vanlíðan sem fylgir því að fá ekki fullnægjandi svefn. Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, telur mikla þörf á að koma fræðslu um svefn á í skólum. Best sé að byrja þegar börnin eru ung að aldri. „Það er mikið um orkudrykkjaneyslu meðal íslenskra ungmenna á sama tíma og skjánotkun er umfram skynsemismörk, en þá er oft talað um að tvær klukkustundir séu hámarkstíma fyrir framan skjá-inn á dag. Auðvitað er mikilvægt að mæta einstaklingum á raunhæfum forsendum og vera styðjandi. En við þurfum að fræða ungmennin okkar um afleiðingar þess að fá ekki fullnægjandi svefn, þau brengla hormónabúskapinn og reyna svo að leiðrétta ástandið með skyndilausnum á borð við orkudrykki eða einföld kolvetni,“ segir Guðrún.SvefnstiginSvefnstig 1 Þessu ástandi má líkja við slökunar ástand þar sem við erum milli tveggja heima. Við vitum af okkur en samt ekki. Ef einhver hnippir í okkur og spyr hvort við séum vakandi þá er líklegt að við svörum því það er einhver meðvitund í gangi. Fólk sem stundar jóga, núvitund eða slökun getur náð þessari heilavirkni sem einkennir þetta fyrsta svefnstig. Fyrsta svefnstigið er brú yfir í svefninn.Svefnstig 2 Við erum í þessu ástandi um helming nætur og er þetta ástand talið tengjast endurheimt á líkamlegri orku.Svefnstig 3 og 4 Djúpsvefninn, er líklega mikilvægasti svefninn sem við fáum. Þá verður hreinsun í líkamanum, losun á eiturefnum, flokkun á minninu, hvað á að festast og hverju á að henda, flokkun áreitis yfir daginn, endurnýjun á frumum og vaxtarhormón myndast. Það er mikið að gerast í djúpsvefninum og hann er ríkjandi fyrri part nætur frá miðnætti um það bili til klukkan þrjú um nótt.REM Draumsvefninn er líka mikilvægur og er hann talinn vera úrvinnsla tilfinningalegra áreita. Ef við erum undir álagi getur draumsvefninn breyst og orðið órólegri. Hann er líka talinn góður fyrir minnið og það sem er kallað aðgerða-minni. Þegar við erum að tileinka okkur einhvers konar færni, læra að prjóna, spila á hljóðfæri, nýja íþrótt, dans eða eitthvað svoleiðis þá festist færnin í minninu hjá okkur í draumsvefni. Þetta sést mest hjá litlum börnum. Fyrstu tvö æviárin eru þau mun meira í draumsvefni en þekkist hjá eldri börnum og fullorðnum. Þarna eru börn á því æviskeiði að þau eru sífellt að læra einhvers konar færni sem þau þurfa að ná að tileinka sér. Þess vegna er vitað að draumsvefninn er mikilvægur fyrir barnið. Draumsvefn er ríkjandi undir morguninn, svona léttur svefn og draumsvefn undir lok nætur. Þá er alveg eðlilegt að maður rumski og viti aðeins af sér. Það er bara eitthvað sem gerist og eykst með aldrinum. Að vakna upp á nóttunni fer að aukast upp úr fertugu. Það verður rof á svefninum sem er fullkomlega eðlilegt. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Skortur er á fræðslu um svefn meðal barna og ungmenna og hvaða afleiðingar það hefur að sofa ekki nægilega mikið. Börn og ungmenni þurfa að læra að þekkja eigin líkama og tilfinningar og átta sig á þeirri vanlíðan sem fylgir því að fá ekki fullnægjandi svefn. Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, telur mikla þörf á að koma fræðslu um svefn á í skólum. Best sé að byrja þegar börnin eru ung að aldri. „Það er mikið um orkudrykkjaneyslu meðal íslenskra ungmenna á sama tíma og skjánotkun er umfram skynsemismörk, en þá er oft talað um að tvær klukkustundir séu hámarkstíma fyrir framan skjá-inn á dag. Auðvitað er mikilvægt að mæta einstaklingum á raunhæfum forsendum og vera styðjandi. En við þurfum að fræða ungmennin okkar um afleiðingar þess að fá ekki fullnægjandi svefn, þau brengla hormónabúskapinn og reyna svo að leiðrétta ástandið með skyndilausnum á borð við orkudrykki eða einföld kolvetni,“ segir Guðrún.SvefnstiginSvefnstig 1 Þessu ástandi má líkja við slökunar ástand þar sem við erum milli tveggja heima. Við vitum af okkur en samt ekki. Ef einhver hnippir í okkur og spyr hvort við séum vakandi þá er líklegt að við svörum því það er einhver meðvitund í gangi. Fólk sem stundar jóga, núvitund eða slökun getur náð þessari heilavirkni sem einkennir þetta fyrsta svefnstig. Fyrsta svefnstigið er brú yfir í svefninn.Svefnstig 2 Við erum í þessu ástandi um helming nætur og er þetta ástand talið tengjast endurheimt á líkamlegri orku.Svefnstig 3 og 4 Djúpsvefninn, er líklega mikilvægasti svefninn sem við fáum. Þá verður hreinsun í líkamanum, losun á eiturefnum, flokkun á minninu, hvað á að festast og hverju á að henda, flokkun áreitis yfir daginn, endurnýjun á frumum og vaxtarhormón myndast. Það er mikið að gerast í djúpsvefninum og hann er ríkjandi fyrri part nætur frá miðnætti um það bili til klukkan þrjú um nótt.REM Draumsvefninn er líka mikilvægur og er hann talinn vera úrvinnsla tilfinningalegra áreita. Ef við erum undir álagi getur draumsvefninn breyst og orðið órólegri. Hann er líka talinn góður fyrir minnið og það sem er kallað aðgerða-minni. Þegar við erum að tileinka okkur einhvers konar færni, læra að prjóna, spila á hljóðfæri, nýja íþrótt, dans eða eitthvað svoleiðis þá festist færnin í minninu hjá okkur í draumsvefni. Þetta sést mest hjá litlum börnum. Fyrstu tvö æviárin eru þau mun meira í draumsvefni en þekkist hjá eldri börnum og fullorðnum. Þarna eru börn á því æviskeiði að þau eru sífellt að læra einhvers konar færni sem þau þurfa að ná að tileinka sér. Þess vegna er vitað að draumsvefninn er mikilvægur fyrir barnið. Draumsvefn er ríkjandi undir morguninn, svona léttur svefn og draumsvefn undir lok nætur. Þá er alveg eðlilegt að maður rumski og viti aðeins af sér. Það er bara eitthvað sem gerist og eykst með aldrinum. Að vakna upp á nóttunni fer að aukast upp úr fertugu. Það verður rof á svefninum sem er fullkomlega eðlilegt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent