Innlent

Um 60 prósentum mála lokið á innan við mánuði

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm
Afgreiðslu tæplega 84 prósenta kvartana sem bárust umboðsmanni Alþingis á síðasta ári var lokið fyrir áramót. Liðlega 60 prósentum lokið á innan við mánuði.

Alls barst umboðsmanni 381 kvörtun á síðasta ári. Stofnað var til þriggja frumkvæðismála. Er það nánast sami málafjöldi og árið áður. Í lok síðasta árs voru 72 mál til meðferðar, tæplega fjórðungi minna en í árslok 2017.

Um áramót hafði afgreiðslu allra kvartana nema tveggja frá 2017 verið lokið. Í þeim tilfellum bárust svör frá stjórnvöldum seint. Á síðasta ári bar nokkuð á því að dráttur á svörum frá stjórnvöldum leiddi til tafa á afgreiðslu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×