Óásættanlegt að tugir farist í umferðinni á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2019 13:09 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tók til máls á Vöfflukaffi Framsóknarmanna í Árborg. Vísir/Magnus Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála. Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála.
Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira