Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2019 18:45 Lítið bólar á uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en samningur þess efnis, um að sex milljörðum skyldi varið í framkvæmdir til ársins 2030, var undirritaður í fyrra. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna segir nauðsynlegt að fá að hefja snjóframleiðslu sem fyrst til þess að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. Það er eitthvað minna um það að hægt sé að stunda skíði í Bláfjöllum þessa dagana. Tuttugu metrar á sekúndu, rigning og sex stiga hiti og ekkert í kortunum um að snjórinn sé að koma. Menn vilja hins vegar fara drífa það af stað að hefja snjóframleiðslu.Mynd af uppbyggingunni í BláfjöllumVísir/Stöð 2Í maí á síðasta ári undirrituðu eigendur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem felur í sér að ráðast í endurnýjun og uppsetningu á þremur skíða í Bláfjöllum og einni í Skálafelli og sömuleiðis á að setja upp búnað til snjóframleiðslu. Frá því að samkomulagið var undirritað hefur lítið gerst í framkvæmdum. „Í raun og veru er allt klárt fyrir útboð. Við erum búin að taka útboðsgögnin saman og við erum í raun núna í bið því að við erum að bíða eftir að fá úr því skorið hvort að framkvæmdirnar þurfi að fara í umhverfismat eða ekki,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Málið á borði Skipulagsstofnunar Magnús segir að búist hafi verið við því að hægt hefði verið að hefja framkvæmdir strax en þegar upp var staðið hafi ákveðnir aðilar óskað eftir því að uppbyggingin færi í umhverfismat. „Þá sjáum við fram á einhverja frestun, við vitum ekki nákvæmlega hversu löng hún verður en ef að allt gengur vel og að við fáum þetta í gang, þá getum við hafist handa strax næsta sumar,“ segir Magnús. Magnús segir að málið sé nú á borði Skipulagsstofnunar og að frekari töf hafi áhrif á tekjuöflun skíðasvæðanna. „Við erum nú í raun búin að vera í bið með uppbyggingu síðan 2004 má segja. Þegar við ætluðum að fara í breytingar á deiliskipulagi árið 2010 þá fóru af stað rannsóknir varðandi vatnsverndina og þá hvort við værum ógn við vernd við vatnið. Það fór allt að snúast um það hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum ætti rétt á að vera þar sem það er eða ekki,“ segir Magnús.Hugmyndin um að skella sér á skíði í Bláfjöllum í dag var fjarlæg.Vísir/JóhannKÚr því hefur verið skorið að skíðasvæðið er ekki ógn við vatnsverndarsvæðið í nágrenninu. Fimmtán ár eru liðin frá því síðasta stóra uppbyggingin fór fram í Bláfjöllum en það var þegar Kóngurinn var settur upp. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að fara í verulega uppbyggingu er vegna þess að það er kominn aldur á lyfturnar og svo þurfum við snjóframleiðslu til þess að tryggja okkur stöðugri rekstur,“ segir Magnús. Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Lítið bólar á uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en samningur þess efnis, um að sex milljörðum skyldi varið í framkvæmdir til ársins 2030, var undirritaður í fyrra. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna segir nauðsynlegt að fá að hefja snjóframleiðslu sem fyrst til þess að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. Það er eitthvað minna um það að hægt sé að stunda skíði í Bláfjöllum þessa dagana. Tuttugu metrar á sekúndu, rigning og sex stiga hiti og ekkert í kortunum um að snjórinn sé að koma. Menn vilja hins vegar fara drífa það af stað að hefja snjóframleiðslu.Mynd af uppbyggingunni í BláfjöllumVísir/Stöð 2Í maí á síðasta ári undirrituðu eigendur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem felur í sér að ráðast í endurnýjun og uppsetningu á þremur skíða í Bláfjöllum og einni í Skálafelli og sömuleiðis á að setja upp búnað til snjóframleiðslu. Frá því að samkomulagið var undirritað hefur lítið gerst í framkvæmdum. „Í raun og veru er allt klárt fyrir útboð. Við erum búin að taka útboðsgögnin saman og við erum í raun núna í bið því að við erum að bíða eftir að fá úr því skorið hvort að framkvæmdirnar þurfi að fara í umhverfismat eða ekki,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Málið á borði Skipulagsstofnunar Magnús segir að búist hafi verið við því að hægt hefði verið að hefja framkvæmdir strax en þegar upp var staðið hafi ákveðnir aðilar óskað eftir því að uppbyggingin færi í umhverfismat. „Þá sjáum við fram á einhverja frestun, við vitum ekki nákvæmlega hversu löng hún verður en ef að allt gengur vel og að við fáum þetta í gang, þá getum við hafist handa strax næsta sumar,“ segir Magnús. Magnús segir að málið sé nú á borði Skipulagsstofnunar og að frekari töf hafi áhrif á tekjuöflun skíðasvæðanna. „Við erum nú í raun búin að vera í bið með uppbyggingu síðan 2004 má segja. Þegar við ætluðum að fara í breytingar á deiliskipulagi árið 2010 þá fóru af stað rannsóknir varðandi vatnsverndina og þá hvort við værum ógn við vernd við vatnið. Það fór allt að snúast um það hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum ætti rétt á að vera þar sem það er eða ekki,“ segir Magnús.Hugmyndin um að skella sér á skíði í Bláfjöllum í dag var fjarlæg.Vísir/JóhannKÚr því hefur verið skorið að skíðasvæðið er ekki ógn við vatnsverndarsvæðið í nágrenninu. Fimmtán ár eru liðin frá því síðasta stóra uppbyggingin fór fram í Bláfjöllum en það var þegar Kóngurinn var settur upp. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að fara í verulega uppbyggingu er vegna þess að það er kominn aldur á lyfturnar og svo þurfum við snjóframleiðslu til þess að tryggja okkur stöðugri rekstur,“ segir Magnús.
Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira