Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 23:15 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögregla í Marokkó hefur handtekið fjórtán einstaklinga fyrir að hafa lofsamað og fagnað morðunum á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllunum um miðjan desember. Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. Í frétt VG segir að sakborningarnir fjórtán hafi allir verið ákærðir og þá hafi einn þeirra þegar verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar eða til sektargreiðslu sem nemur um 60 þúsund íslenskum krónum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að lögregla í Marokkó hefði handtekið doktorsnema fyrir að hafa fagnað morðunum í færslum á samfélagsmiðlum. Þá greinir VG einnig frá því að á meðal hinna fjórtán handteknu sé ritstjóri marokkósks vefmiðils. Honum er gefið að sök að hafa deilt myndbandi, sem sýnir hrottalegt morðið á annarri konunni, inn á hópspjall með öðrum blaðamönnum og lofsamað voðaverkið.Sjá einnig: „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóSvisslendingurinn ásamt sex öðrum leiddur fyrir dómara Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðin á konunum tveimur, Louisu Vesterager Jespersen og Maren Ueland. Þar af hafa tuttugu og tveir verið handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkum í tengslum við morðin. Fjórir menn sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að konurnar fundust látnar eru sagðir höfuðpaurar í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa myrt Ueland og Jespersen og þá eru þeir taldir hafa svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína. Þá var svissneskur ríkisborgari handtekinn skömmu fyrir áramót vegna málsins en hann er sagður hafa þjálfað nokkra af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðunum. Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Marokkó sem send var út í dag segir að sjö einstaklingar, þar á meðal áðurnefndur Svisslendingur, hafi þegar verið leiddir fyrir dómara í tengslum við hryðjuverkarannsóknina. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögregla í Marokkó hefur handtekið fjórtán einstaklinga fyrir að hafa lofsamað og fagnað morðunum á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllunum um miðjan desember. Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. Í frétt VG segir að sakborningarnir fjórtán hafi allir verið ákærðir og þá hafi einn þeirra þegar verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar eða til sektargreiðslu sem nemur um 60 þúsund íslenskum krónum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að lögregla í Marokkó hefði handtekið doktorsnema fyrir að hafa fagnað morðunum í færslum á samfélagsmiðlum. Þá greinir VG einnig frá því að á meðal hinna fjórtán handteknu sé ritstjóri marokkósks vefmiðils. Honum er gefið að sök að hafa deilt myndbandi, sem sýnir hrottalegt morðið á annarri konunni, inn á hópspjall með öðrum blaðamönnum og lofsamað voðaverkið.Sjá einnig: „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóSvisslendingurinn ásamt sex öðrum leiddur fyrir dómara Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðin á konunum tveimur, Louisu Vesterager Jespersen og Maren Ueland. Þar af hafa tuttugu og tveir verið handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkum í tengslum við morðin. Fjórir menn sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að konurnar fundust látnar eru sagðir höfuðpaurar í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa myrt Ueland og Jespersen og þá eru þeir taldir hafa svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína. Þá var svissneskur ríkisborgari handtekinn skömmu fyrir áramót vegna málsins en hann er sagður hafa þjálfað nokkra af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðunum. Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Marokkó sem send var út í dag segir að sjö einstaklingar, þar á meðal áðurnefndur Svisslendingur, hafi þegar verið leiddir fyrir dómara í tengslum við hryðjuverkarannsóknina.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15
Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22