Gólfplata brast vegna mistaka í steypuvinnu við Hlíðarenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 06:00 Fjarstýrður bor var notaður til að brjóta afganginn af gólfplötunni. Endurgera þarf alla plötuna. Mynd/Línuborun Betur fór en á horfðist fyrir skemmstu þegar nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á Hlíðarendareitnum svokallaða í Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði engan í óhappinu. Vinnueftirlitið greinir frá því að það liggi fyrir hvað gerðist en samkvæmt því var burðarþol uppsláttar undir plötunni ekki nægilegt. Eftir því sem næst verður komist var steypan ekki þornuð og rann því til þegar undirstöður gáfu sig. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar en að fulltrúar hafi ekki farið á svæðið eftir óhappið. Það verði þó gert síðar og öll öryggismál framkvæmdasvæðisins skoðuð eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir helgi hafði málið ekki verið tilkynnt þangað en staðfest sömuleiðis að byggingarfulltrúi myndi spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort niðurstaða hafi fengist í þá skoðun. Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir jól var verktakafyrirtækinu Línuborun falið að klára að brjóta niður afganginn af gólfplötunni, sem þarf að endurgera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt. Línuborun þurfti meðal annars að nota fjarstýrða brotvél til verksins. Línuborun birti myndir af verkinu á Facebook-síðu sinni og veitti Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta þær. Þar segir sömuleiðis að mikil heppni sé að enginn hafi slasast. Fyrirhugað er að nærri átta hundruð íbúðir rísi á Hlíðarendareitnum svokallaða. Fyrstu íbúðirnar sem byggðar voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðsins tókst ekki að hafa uppi á verktakanum sem kom að því að steypa gólfplötuna.Frá vinnusvæðinu á Hlíðarendareitnum.Mynd/línuborunEins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt.Mynd/línuborun Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Vinnumarkaður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Betur fór en á horfðist fyrir skemmstu þegar nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á Hlíðarendareitnum svokallaða í Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði engan í óhappinu. Vinnueftirlitið greinir frá því að það liggi fyrir hvað gerðist en samkvæmt því var burðarþol uppsláttar undir plötunni ekki nægilegt. Eftir því sem næst verður komist var steypan ekki þornuð og rann því til þegar undirstöður gáfu sig. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar en að fulltrúar hafi ekki farið á svæðið eftir óhappið. Það verði þó gert síðar og öll öryggismál framkvæmdasvæðisins skoðuð eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir helgi hafði málið ekki verið tilkynnt þangað en staðfest sömuleiðis að byggingarfulltrúi myndi spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort niðurstaða hafi fengist í þá skoðun. Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir jól var verktakafyrirtækinu Línuborun falið að klára að brjóta niður afganginn af gólfplötunni, sem þarf að endurgera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt. Línuborun þurfti meðal annars að nota fjarstýrða brotvél til verksins. Línuborun birti myndir af verkinu á Facebook-síðu sinni og veitti Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta þær. Þar segir sömuleiðis að mikil heppni sé að enginn hafi slasast. Fyrirhugað er að nærri átta hundruð íbúðir rísi á Hlíðarendareitnum svokallaða. Fyrstu íbúðirnar sem byggðar voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðsins tókst ekki að hafa uppi á verktakanum sem kom að því að steypa gólfplötuna.Frá vinnusvæðinu á Hlíðarendareitnum.Mynd/línuborunEins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt.Mynd/línuborun
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Vinnumarkaður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira