Setja 200 milljónir í úrræði fyrir fólk með tvígreindan vanda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 12:35 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar. fréttablaðið/Ernir Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45