Setja 200 milljónir í úrræði fyrir fólk með tvígreindan vanda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 12:35 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar. fréttablaðið/Ernir Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Formaður Velferðarráðs segir Reykjavíkurborg vera að bregðast við úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma eða svokallaðan tvígreindan vanda. 200 milljónir muni fara í verkefnið á þessu ári. Hún vill sjá ríkið stíga sterkar inn í og segir þennan vanda allra sveitarfélaga að bregðast við. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild geðsviðs Landspítalans það algengt vandamál að konur með tvígreindan vanda ílengist eða festist jafnvel á spítalanum vegna skorts á framhaldsúrræðum. Dæmi sé um konu sem hefur verið þar föst í rúmlega tvö og hálft ár. Ástandið sé óásættanlegt. Í kjölfar fréttarinnar vakti Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, athygli á því að Reykjavíkurborg hefði samþykkt að setja fjármagn í búsetuúrræði fyrir konur með tvígreindan vanda. „Við fengum samþykkt núna í desember að setja inn 200 milljónir í að opna úrræði fyrir sex tvígreindar konur. Við erum að leita að húsnæði næstu dagana og reyna að koma því í gagnið sem allra fyrst. Það veltur á því að við finnum hentugt húsnæði og starfsfólk.“ Hún segir ekki óeðlilegt að það taki tíma að finna húsnæði vegna sérstöðunnar. Hún telur leitinni líklega ljúka á næstu vikum og staðfestir að úrræðið muni opna á þessu ári. Borgin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna úrræðaleysis fyrir heimilislausa. Hún viðurkennir að úrræðin hafi hingað til ekki verið nægilega mörg. „Það þurfa fleiri en Reykjavíkurborg að bregðast við. Ekki síst ríkið sem sér um heilbrigðisþjónustuna fyrir þennan hóp. Bæði fíknin og geðheilbrigðið eru auðvitað heilbrigðisvandi. Við erum ekki að fara að meðhöndla hann. Við erum að sjá til þess að fólk eigi einhvers stðaar heima og geti átt gott líf í samfélaginu,“ segir Heiða Björg. Hún telur að öll sveitarfélög og við sem samfélag eigi að hlúa betur að fólki almennt, klárlega í tilfelli fólks sem glími bæði við geðsjúkdóma og fíknivanda.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
„Það eru vondir menn sem nýta sér þennan hóp“ Dæmi eru um að konur með mikinn geð- og fíknivanda séu misnotaðar af karlmönnum eftir að hafa verið útskrifaðar á götuna vegna skorts á framhaldsúrræðum. 7. janúar 2019 18:45