Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 18:48 Hundruð þúsunda Rohingja halda til í flóttamannabúðum í Bangladess. Vísir/AP Nauðsynlegt er að sækja æðstu leiðtoga hers Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, til saka fyrir þjóðarmorð gegn Rohingjamúslimum og glæpi gegn mannkyninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar.Minnst 700 þúsund Rohingjar hafa flúið Mjanmar á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt BBC.Í skýrslunni eru sex háttsettir hershöfðingjar nafngreindir og rök færð fyrir því að sækja eigi þá til saka. Þá er Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlaunaNóbels, harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi sitt, þó stjórnvöld landsins hafi í raun enga stjórn yfir her Mjanmar. Rannsakendur Mannréttindaráðsins tóku hundruð viðtala við gerð skýrslunnar og segja þeir að ódæði hersins vera fjölmörg. Fjölmörgum konum hafi verið nauðgað. Margir hafi verið pyntir, myrtir og settir í þrælkun. Ráðist hafi verið á börn og heilu þorpin hafi verið brennd til grunna. Þar að auki byggði skýrslan á opnum gögnum eins og myndum og myndböndum auk gervihnattarmynda. Rannsakendurnir fengu ekki aðgang að Mjanmar og þá sérstaklega Rakhine-héraði, þar sem Rohingjar bjuggu. Ríkisstjórn Mjanmar hefur ávalt haldið því fram að aðgerðir hersins hefðu beinst gegn vígamönnum en ekki Rohingjum í heild. Herinn komst til dæmis að þeirri niðurstöðu í „innri rannsókn“ að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið.Sú innri rannsókn hefur verið harðlega gagnrýnd og sagt ekkert nema hvítþvottur. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Mjanmar um þjóðernishreinsanir.Yfirvöld Mjanmar hafna niðurstöðum skýrslunnar alfarið. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því fram við BBC að skýrslan væri byggð á einhliða frásögnum Rohingja. Til stendur að gefa út ítarlegri skýrslu í næsta mánuði. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Nauðsynlegt er að sækja æðstu leiðtoga hers Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, til saka fyrir þjóðarmorð gegn Rohingjamúslimum og glæpi gegn mannkyninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar.Minnst 700 þúsund Rohingjar hafa flúið Mjanmar á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt BBC.Í skýrslunni eru sex háttsettir hershöfðingjar nafngreindir og rök færð fyrir því að sækja eigi þá til saka. Þá er Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlaunaNóbels, harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi sitt, þó stjórnvöld landsins hafi í raun enga stjórn yfir her Mjanmar. Rannsakendur Mannréttindaráðsins tóku hundruð viðtala við gerð skýrslunnar og segja þeir að ódæði hersins vera fjölmörg. Fjölmörgum konum hafi verið nauðgað. Margir hafi verið pyntir, myrtir og settir í þrælkun. Ráðist hafi verið á börn og heilu þorpin hafi verið brennd til grunna. Þar að auki byggði skýrslan á opnum gögnum eins og myndum og myndböndum auk gervihnattarmynda. Rannsakendurnir fengu ekki aðgang að Mjanmar og þá sérstaklega Rakhine-héraði, þar sem Rohingjar bjuggu. Ríkisstjórn Mjanmar hefur ávalt haldið því fram að aðgerðir hersins hefðu beinst gegn vígamönnum en ekki Rohingjum í heild. Herinn komst til dæmis að þeirri niðurstöðu í „innri rannsókn“ að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið.Sú innri rannsókn hefur verið harðlega gagnrýnd og sagt ekkert nema hvítþvottur. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Mjanmar um þjóðernishreinsanir.Yfirvöld Mjanmar hafna niðurstöðum skýrslunnar alfarið. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því fram við BBC að skýrslan væri byggð á einhliða frásögnum Rohingja. Til stendur að gefa út ítarlegri skýrslu í næsta mánuði.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25
Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45