Erlent

Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir

Samúel Karl Ólason skrifar
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Yfirvöld Bandaríkjanna segja ofbeldi yfirvalda í Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanma, gegn rohingjamúslimum vera þjóðernishreinsanir. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldisins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið „ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins.

Hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin grunna.

Vísir/Graphicnews
Her Búrma hefur kennt vígahópum rohingjafólks um að hafa byrjað ofbeldisölduna með árásum á lögregluþjóna. Tillerson sagði hins vegar að engin ögrun gæti réttlætt þau ódæði sem herinn hefði framið.

Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að draga þá sem bæru ábyrgð á ódæðunum til ábyrgðar. Bandaríkin vilji rannsókn á ástandi og verði viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum mögulega beitt gegn Búrma.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld Bandaríkjanna tekið sér langan tíma til að ákveða hvort að ódæði hersins gætu verið skilgreind sem þjóðernishreinsanir. Sameinuðu þjóðirnar komust að þeirri niðurstöðu í september.



Sameinuðu þjóðirnar sögðu þá að aðgerðir hersins í Rhakine héraði væru „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir.

Sjá einnig: Her Búrma segist saklaus



Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar.


Tengdar fréttir

Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar.

Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað

Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti.

Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar

Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×