Fótbolti

Strákarnir kveðja árið 2018 í 37. sæti heimslistans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og strákarnir okkar þurfa að fara að vinna leiki á næsta ári.
Aron Einar Gunnarsson og strákarnir okkar þurfa að fara að vinna leiki á næsta ári. vísir/getty
Íslenska landsliðið í fótbolta er í 37. sæti á nýjum heimslista FIFA í fótbolta sem kom út í morgun en það er sama sæti og strákarnir voru í þegar að síðasti listi kom út í nóvember.

Engin breyting er á listanum enda hefur enginn landsliðsfótbolti verið spilaður síðan að strákarnir féllu niður í 37. sætið eftir síðustu leikina í Þjóðadeildinni.

Íslenska liðið er í 23. sæti af 55 þjóðum á Evrópulistanum en Belgar eru sem fyrr efstir, rétt á undan Frakklandi og Brassar eru svo í þriðja sætinu.

Króatía er í fjórða sæti, England í fimmta sæti, Portúgal í sjötta, Úrúgvæ í sjöunda, Sviss í áttunda, Spánn í níunda og Danmörk er langefst Norðurlandaþjóðanna í tíunda sæti listans.

Frakkland er efst þjóðanna sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2020 en Tyrkir eru svo í 39. sæti, tveimur sætum fyrir aftan íslenska liðið.

Ísland komst hæst í 18. sæti heimslistans á þessu ári en hefur fallið jafnt og þétt niður listann enda vann Ísland ekki leik á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×