Erlent

Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fregnirnar koma beint í kjölfar yfirlýsingar Trumps forseta um að kalla herliðið í Sýrlandi til baka.
Fregnirnar koma beint í kjölfar yfirlýsingar Trumps forseta um að kalla herliðið í Sýrlandi til baka. vísir/epa
Talið er að Bandaríkjamenn ætli að kalla þúsundir hermanna heim frá Afganistan á næstunni.

Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar sem segir að líklega verði um sjö þúsund hermenn kallaðir heim, sem er um helmingur þess herliðs Bandaríkjanna sem enn er í Afganistan.

Þessar fregnir koma beint í kjölfar yfirlýsingar Trumps forseta um að kalla herliðið í Sýrlandi til baka og þessi ákvörðun hefur vafalítið einnig átt þátt í því að Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði af sér í gær, eins og áður kom fram.

Eins og með ákvörðun forsetans varðandi Sýrland hefur þessi ákvörðun einnig verið harðlega gagnrýnd, ekki síst af samflokksmönnum í Demókrataflokknum.


Tengdar fréttir

Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS

Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×