Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 10:59 Hvers kyns förðunarmyndbönd njóta mikilla vinsælda. Stærsta snyrtivörufyrirtæki heims gerir sér grein fyrir því og ver um helmingi alls markaðsfjár síns á samfélagsmiðlum. Getty/AzmanJaka Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. Í könnun sem framkvæmd var fyrir BBC Radio 4, útvarpsstöð á vegum breska ríkisútvarpsins, sögðu 82 prósent þátttakenda að þeir ættu oft erfitt með að greina hvenær áhrifavaldar hefðu fengið greitt fyrir kynningar sínar. Áhrifavaldar hafa verið mikið til umræðu á síðustu árum, meðfram auknum vinsældum samfélagsmiðla. Um er að ræða einstaklinga, sem oftar en ekki eru með marga fylgjendur á Instagram, Facebook eða Snapchat, og fengnir eru af fyrirtækjum til að auglýsa hvers kyns varning eða þjónustu.Mál tveggja íslenskra áhrifavalda vakti töluverða athygli fyrr á árinu en Neytendastofa gerði þeim að taka skýrar fram að færslur þeirra, sem unnar voru í samstarfi við tæknifyrirtæki, væru kostað samstarf. Eftir að málið komst í hámæli minnti Neytendastofa á að um auglýsingar á samfélagsmiðlum giltu skýrar reglur, þannig að ekki færi á milli mála í framsetningunni að áhrifavaldurinn hefði fengið greitt fyrir færsluna.Sjá einnig:Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar eiga að fylgjaÍ frétt breska ríkisútvarpsins um fyrrnefnda könnun er tekið fram að þarlend yfirvöld séu nú að íhuga að gefa út sambærilegra reglur og þær sem Neytendastofa hefur tekið saman. Þar að auki sé til rannsóknar hvort að áhrifavaldar leyni því að færslur þeirra séu kostaðar. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til að um 54 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára leyfðu kynningum áhrifavalda að móta kauphegðun sína. Rúmlega 1000 manns tóku þátt í könnuninni og er haft eftir einum aðstandenda hennar á vef BBC að niðurstöðurnar gefi til kynna að neytendur, þeir bresku í það minnsta, séu alla jafna nokkuð vel með á nótunum þegar kemur að auglýsingum áhrifavalda. Engu að síður sé oft óljóst hvenær áhrifavaldar eigi í kostuðu samstarfi og að ungir neytendur séu nokkuð áhrifagjarnir. Ætla má að stórfyrirtæki geri sér grein fyrir ítökum áhrifavalda. Í frétt BBC er sérstaklega minnst á L'Oreal Group, stærsta snyrtivörufyrirtæki heims, verji um helmingi alls markaðsfjár síns á samfélagsmiðlum. Bretland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. Í könnun sem framkvæmd var fyrir BBC Radio 4, útvarpsstöð á vegum breska ríkisútvarpsins, sögðu 82 prósent þátttakenda að þeir ættu oft erfitt með að greina hvenær áhrifavaldar hefðu fengið greitt fyrir kynningar sínar. Áhrifavaldar hafa verið mikið til umræðu á síðustu árum, meðfram auknum vinsældum samfélagsmiðla. Um er að ræða einstaklinga, sem oftar en ekki eru með marga fylgjendur á Instagram, Facebook eða Snapchat, og fengnir eru af fyrirtækjum til að auglýsa hvers kyns varning eða þjónustu.Mál tveggja íslenskra áhrifavalda vakti töluverða athygli fyrr á árinu en Neytendastofa gerði þeim að taka skýrar fram að færslur þeirra, sem unnar voru í samstarfi við tæknifyrirtæki, væru kostað samstarf. Eftir að málið komst í hámæli minnti Neytendastofa á að um auglýsingar á samfélagsmiðlum giltu skýrar reglur, þannig að ekki færi á milli mála í framsetningunni að áhrifavaldurinn hefði fengið greitt fyrir færsluna.Sjá einnig:Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar eiga að fylgjaÍ frétt breska ríkisútvarpsins um fyrrnefnda könnun er tekið fram að þarlend yfirvöld séu nú að íhuga að gefa út sambærilegra reglur og þær sem Neytendastofa hefur tekið saman. Þar að auki sé til rannsóknar hvort að áhrifavaldar leyni því að færslur þeirra séu kostaðar. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til að um 54 prósent fólks á aldrinum 18-34 ára leyfðu kynningum áhrifavalda að móta kauphegðun sína. Rúmlega 1000 manns tóku þátt í könnuninni og er haft eftir einum aðstandenda hennar á vef BBC að niðurstöðurnar gefi til kynna að neytendur, þeir bresku í það minnsta, séu alla jafna nokkuð vel með á nótunum þegar kemur að auglýsingum áhrifavalda. Engu að síður sé oft óljóst hvenær áhrifavaldar eigi í kostuðu samstarfi og að ungir neytendur séu nokkuð áhrifagjarnir. Ætla má að stórfyrirtæki geri sér grein fyrir ítökum áhrifavalda. Í frétt BBC er sérstaklega minnst á L'Oreal Group, stærsta snyrtivörufyrirtæki heims, verji um helmingi alls markaðsfjár síns á samfélagsmiðlum.
Bretland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36