Innlent

Ræða stöðu Íslandspósts

Sveinn Arnarsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
„Staða Íslandspósts er mjög alvarleg. Það liggur fyrir þinginu frumvarp samgönguráðherra um afnám einkaréttar á póstmarkaði. Það er mál sem við styðjum eindregið í prinsippinu en við veltum því fyrir okkur hvort áhrif frumvarpsins á stöðu Íslandspósts hafi verið skoðuð,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.

Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi en til andsvara verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Þorsteinn segir að hingað til hafi rekstrarlíkan Íslandspósts gengið út á að nýta hagnað af einkarétti til að niðurgreiða tap á alþjónustu. „Hefur verið hugað að því hvaða áhrif þessar lagabreytingar sem fram undan eru hafa á rekstrarstöðu félagsins í ljósi þess að það er búið að afgreiða hér umtalsverðar lánsheimildir?“

Þá sé lítið tekið á því hvernig eigi að meðhöndla þetta tap á alþjónustunni undir nýju lagaverki. „Við viljum sjá hvaða greiningar liggja þarna að baki og hvernig við tryggjum raunverulega samkeppni. Þetta má ekki verða þannig að pósturinn verði einhverra hluta vegna eini aðilinn sem geti sinnt þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×