Þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Óðinn Þór Ríkharðsson. Fréttablaðið/Eyþór Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira