Þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Óðinn Þór Ríkharðsson. Fréttablaðið/Eyþór Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur fundið sig vel á sínu fyrsta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu GOG. Hann hefur þurft að venjast öðruvísi leikstíl en þegar hann lék á Íslandi og fær ekki jafn mörg hraðaupphlaup. GOG er í toppbaráttu og stefnan er sett á að vinna titla í vetur. Óðin dreymir um að komast á HM. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk þegar GOG bar sigurorð af Bjerringbro-Silkeborg, 19-24, í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Óðinn hefur leikið vel með GOG að undanförnu og var m.a. valinn í lið 16. umferðar dönsku deildarinnar eftir frammistöðu sína í 31-26 sigri á Mors-Thy þar sem hann skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. GOG hefur leikið vel í vetur og situr í 2. sæti dönsku deildarinnar með 27 stig, einu stigi á eftir toppliði Aalborg. Óðinn kveðst ánægður með hvernig fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hefur farið af stað. „Ég er mjög sáttur. Við höfum verið flottir og mér finnst mér hafa gengið vel. Þetta er mjög þægilegt hérna og við erum í toppbaráttu eins og við stefndum að,“ sagði Óðinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að GOG og danska deildin hafi staðist sínar væntingar og gott betur. „Algjörlega og umfram það. Deildin er mjög sterk og jafnvel sterkari en ég hélt,“ sagði Óðinn sem lék með FH áður en hann hélt út til Danmerkur. Þegar hornamaðurinn markheppni samdi við GOG talaði hann um að leikstíll liðsins hentaði sér vel. GOG spilaði hratt og á háu tempói og fyrir vikið væru hraðaupphlaupin mörg. Óðinn segir þó að hann fái ekki jafn mörg færi í hraðaupphlaupum og hann gerði hér heima þar sem meirihluti marka hans komu úr hröðum sóknum. Þess í stað fengi hann fleiri færi úr horninu í uppstilltum sóknarleik en hér heima. „Við spilum hratt og það hentar mér vel. En þetta er ekki sama hraðaupphlaupsveislan og á Íslandi. Ég fæ fleiri færi úr horninu en þetta er samt mesta hraðaupphlaupsliðið í dönsku deildinni,“ sagði Óðinn. Hann kveðst ánægður með hvernig gengið hefur að nýta færin sem hann fær í uppstilltum sóknum. Óðinn hefur alls skorað 54 mörk í dönsku deildinni á tímabilinu. Skotnýtingin er 74%. Eins og áður segir er GOG aðeins einu stigi frá toppsæti dönsku deildarinnar. Óðinn segir að liðið stefni hátt. „Aðalmarkmiðið er að vinna titil í vetur og við ætlum að gera það,“ sagði Óðinn. GOG á tvo leiki eftir áður en jóla- og HM-fríið tekur við, einn í deild og einn í bikar. Óðinn var valinn í 28 manna HM-hóp Guðmundar Guðmundssonar. Hann vonast að sjálfsögðu til að vera í 16 manna hópnum sem fer á HM sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi. „Ég hef allavega spilað vel og er í góðu liði. Ég vona bara það besta og þetta kemur í ljós. En draumurinn er að komast á HM,“ sagði Óðinn sem er einn þriggja hægri hornamanna í 28 manna hópnum, ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni og Sigvalda Guðjónssyni. Tuttugu manna æfingahópur landsliðsins verður tilkynntur á miðvikudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira