Heimsótti Katar í tilefni þess að úrslitaleikur HM fer fram á þessum tíma eftir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 17:00 Xavi Hernandez spilar í Katar með liði Al Sadd. Vísir/Getty Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar. Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.A World Cup final in December? What will it be like for the fans in Qatar? We take a look: https://t.co/jbCV3Lu8A7pic.twitter.com/RNWMq8Fi12 — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár. Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram. Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022. Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður. „Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC. Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur. Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar. Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar. Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.A World Cup final in December? What will it be like for the fans in Qatar? We take a look: https://t.co/jbCV3Lu8A7pic.twitter.com/RNWMq8Fi12 — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár. Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram. Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022. Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður. „Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC. Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur. Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar. Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira