Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2018 15:26 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. Vísir/Vilhelm „Það tók svolítið á að vera á þinginu bæði í gær og fyrradag af því það leið öllum illa, sama á hvaða nefndarfundi maður var á.“ Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins um stemninguna á Alþingi og líðan samþingmanna hennar eftir að illt umtal nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins náðist á upptöku og var í kjölfarið birt. Áslaug Arna var gestur í Vikulokunum á Rás 1 í morgun og ræddi um „Klaustursupptökurnar“ svokölluðu en Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins sátu að sumbli með Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni þingmönnum Flokks fólksins á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Samtal þingmannanna var tekin upp og sent til DV og Stundarinnar.„Þetta er svo rosalega persónulegt“ Áslaug segist bæði hafa orðið reið og sár þegar hún heyrði umtal þingmannanna. Henni hafi fundist ummælin svo persónuleg og þannig í raun og veru alls ekkert „sakleysislegt“ baktal um að ræða, ef svo mætti að orði komast. Það kom henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktalið var. „Þetta er auðvitað samstarfsfólk manns og ég vinn náið með öllum sem formaður nefndar, úr öllum flokkum. Þetta er svo rosalega persónulegt. Ég held að upplifun þingheims síðustu tvo daga í þinginu hafi verið gríðarlega erfið bara. Þetta er auðvitað búið að hafa afleiðingar að einhverju leyti, þeir bregðast einhvern veginn við. Það er búið að reka tvo úr sínum flokki og svo hins vegar fara tveir í leyfi. Ég held það séu allir að melta hversu mikið þetta var og ótrúlega „brútal,“ segir Áslaug.Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Myndi ekki viðgangast innan fyrirtækis Hún segir að Alþingi sé um margt óvanalegur vinnustaður fyrir margra hluta sakir. Þingmaður standi frammi fyrir kjósendum sínum en hún, og aðrir samþingmenn hennar, þurfi bara að standa af sér illa umtalið og kvenfyrirlitninguna sem kristallaðist í upptökunum. Hún sæi það ekki í hendi sér að slíkt myndi viðgangast innan fyrirtækis. „Auðvitað er þetta sérstakt en Alþingi er löggjafarvaldið og við höldum áfram og störfum með þeim sem eru kjörnir.“ Áslaugu þykir kristallast mikil kvenfyrirlitning í tali þingmannahópsins sem sat að sumbli. „Konur eru annað hvort kuntur eða kynverur,“ segir Áslaug um samtalið. Hún segir að hún hafi orðið vör við alls konar sjónarmið en ekkert í líkingu við það sem náðist á upptökunum. Þar hafi komist upp á yfirborðið, óritskoðað og milliliðalaust tal. Á upptökunum hafi kristallast ákveðin ómenning sem mögnuð er upp innan hóps þegar enginn grípur inn í og stoppar talið af. „Það skrítna við þetta er að maður er dreginn inn í einhverja umræðu, sérstaklega á einhverjum tímapunkti þegar haldið er að einhver upptaka sé um mig, algjörlega án nokkurs vilja manns eða löngunar til að vera að ræða þetta eða svona atvik.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Bergþór Ólason ítrekar afsökunarbeiðni til þeirra sem hann særði með ummælum á Klaustri og segist ætla að taka sér leyfi frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 18:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það tók svolítið á að vera á þinginu bæði í gær og fyrradag af því það leið öllum illa, sama á hvaða nefndarfundi maður var á.“ Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins um stemninguna á Alþingi og líðan samþingmanna hennar eftir að illt umtal nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins náðist á upptöku og var í kjölfarið birt. Áslaug Arna var gestur í Vikulokunum á Rás 1 í morgun og ræddi um „Klaustursupptökurnar“ svokölluðu en Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins sátu að sumbli með Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni þingmönnum Flokks fólksins á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Samtal þingmannanna var tekin upp og sent til DV og Stundarinnar.„Þetta er svo rosalega persónulegt“ Áslaug segist bæði hafa orðið reið og sár þegar hún heyrði umtal þingmannanna. Henni hafi fundist ummælin svo persónuleg og þannig í raun og veru alls ekkert „sakleysislegt“ baktal um að ræða, ef svo mætti að orði komast. Það kom henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktalið var. „Þetta er auðvitað samstarfsfólk manns og ég vinn náið með öllum sem formaður nefndar, úr öllum flokkum. Þetta er svo rosalega persónulegt. Ég held að upplifun þingheims síðustu tvo daga í þinginu hafi verið gríðarlega erfið bara. Þetta er auðvitað búið að hafa afleiðingar að einhverju leyti, þeir bregðast einhvern veginn við. Það er búið að reka tvo úr sínum flokki og svo hins vegar fara tveir í leyfi. Ég held það séu allir að melta hversu mikið þetta var og ótrúlega „brútal,“ segir Áslaug.Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Myndi ekki viðgangast innan fyrirtækis Hún segir að Alþingi sé um margt óvanalegur vinnustaður fyrir margra hluta sakir. Þingmaður standi frammi fyrir kjósendum sínum en hún, og aðrir samþingmenn hennar, þurfi bara að standa af sér illa umtalið og kvenfyrirlitninguna sem kristallaðist í upptökunum. Hún sæi það ekki í hendi sér að slíkt myndi viðgangast innan fyrirtækis. „Auðvitað er þetta sérstakt en Alþingi er löggjafarvaldið og við höldum áfram og störfum með þeim sem eru kjörnir.“ Áslaugu þykir kristallast mikil kvenfyrirlitning í tali þingmannahópsins sem sat að sumbli. „Konur eru annað hvort kuntur eða kynverur,“ segir Áslaug um samtalið. Hún segir að hún hafi orðið vör við alls konar sjónarmið en ekkert í líkingu við það sem náðist á upptökunum. Þar hafi komist upp á yfirborðið, óritskoðað og milliliðalaust tal. Á upptökunum hafi kristallast ákveðin ómenning sem mögnuð er upp innan hóps þegar enginn grípur inn í og stoppar talið af. „Það skrítna við þetta er að maður er dreginn inn í einhverja umræðu, sérstaklega á einhverjum tímapunkti þegar haldið er að einhver upptaka sé um mig, algjörlega án nokkurs vilja manns eða löngunar til að vera að ræða þetta eða svona atvik.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Bergþór Ólason ítrekar afsökunarbeiðni til þeirra sem hann særði með ummælum á Klaustri og segist ætla að taka sér leyfi frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 18:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30
Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37
Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Bergþór Ólason ítrekar afsökunarbeiðni til þeirra sem hann særði með ummælum á Klaustri og segist ætla að taka sér leyfi frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 18:55