Fótbolti

Eggert Gunnþór á skotskónum í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eggert Gunnþór í leik með SonderjyskE
Eggert Gunnþór í leik með SonderjyskE vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson skoraði þegar SonderjyskE tapaði Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Andreas Olsen kom gestunum í Nordsjælland yfir eftir hálftíma leik og fóru þeir með forystu í leikhlé.

Strax eftir sjö mínútur í síðari hálfleik var Eggert Gunnþór hinsvegar á skotskónum og jafnaði metin fyrir heimamenn. Honum var svo skipt af velli á 82.mínútu en hann hafði áður fengið gult spjald.

Eftir að Eggert var farinn af velli tókst gestunum að tryggja sér öll þrjú stigin því Olsen var aftur á skotskónum á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Nordsjælland lyfti sér upp fyrir SonderjyskE í töflunni með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum í 9.-10.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×