Innlent

Segja þingmennina verða að víkja

Samúel Karl Ólason skrifar
"FG fordæmir harðlega þau ummæli sem féllu á veitingastaðnum Klaustur 20 nóvember sl. Þessi niðrandi og ógeðfelldu ummæli í garð kvenna, fatlaðra, samkynhneigðra og fleiri hópa er óafsakanleg.“
"FG fordæmir harðlega þau ummæli sem féllu á veitingastaðnum Klaustur 20 nóvember sl. Þessi niðrandi og ógeðfelldu ummæli í garð kvenna, fatlaðra, samkynhneigðra og fleiri hópa er óafsakanleg.“ Vísir/Vilhelm
Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. Þá segir stjórnin að viðkomandi þingmenn verði að víkja af Alþingi. Annað sé ekki ásættanlegt.

„FG fordæmir harðlega þau ummæli sem féllu á veitingastaðnum Klaustur 20 nóvember sl. Þessi niðrandi og ógeðfelldu ummæli í garð kvenna, fatlaðra, samkynhneigðra og fleiri hópa er óafsakanleg. Við könnumst heldur ekki við það að svona umræða sé algeng, okkur hefur allavega ekki verið boðið í þær samræður.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins þar sem einnig er vikið að grein Freyju Haraldsdóttur um símtal hennar og Sigmundar Davíðs, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og núverandi formanni Miðflokksins, í dag.

Í yfirlýsingunni segir að grein Freyju lýsi „að það virðist ekki vera nein iðrun hjá Formanni Miðflokksins, allt var þetta misskilningur að mati hans. Þar eru sorglegar tilraunir til að ljúga sig út úr málinu“.

„Traust og virðing Alþingis er rúin, stjórn FG telur að viðkomandi þingmenn verði að víkja, annað er ekki ásættanleg lausn.“


Tengdar fréttir

Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn

Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna.

Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar

Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag.

Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu.

Segir orðræðuna á Klaustursupptökunum ekki koma fötluðum á óvart

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir orðræðuna sem opinberuð var í Klaustursupptökunum ekki koma fötluðu fólki á óvart. Fatlaðir hafi um árhundruð búið við smættun, jaðarsetningu og skerðingu á réttindum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×