Erlent

Bein út­sending: Reyna aftur að flytja þrjá geim­fara til Al­þjóð­legu geim­stöðvarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Reynt var að skjóta þeim Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada út í geim með samskonar eldflaug í október.
Reynt var að skjóta þeim Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada út í geim með samskonar eldflaug í október. Mynd/NASA
Soyuz-geimflaug verður skotið á loft frá Kasakstan klukkan 11:31 í dag þegar önnur tilraun verður gerð til að koma þremur geimförum og birgðum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Reynt var að skjóta þeim Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada út í geim með samskonar eldflaug í október. Flaugin bilaði hins vegar fljótlega eftir flugtak og féllu geimfararnir til jarðar úr um 35 kílómetra hæð. Þau lifðu þó öll nauðlendinguna af.

Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með eldflaug af gerðinni Soyuz frá árinu 1983.

Reiknað er með að ferðin til geimstöðvarinnar taki um sex klukkustundir og gera áætlanir ráð fyrir að þau dvelji þar í um sex og hálfan mánuð. Búist er við að núverandi áhöfn geimstöðvarinnar snúi aftur til jarðar þann 20. desember næstkomandi.

SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, mun svo að óbreyttu skjóta birgðafari til geimstöðvarinnar á morgun. 

Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×