Fótbolti

England mætir Hollandi í undanúrslitunum Þjóðadeildarinnar í júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling fagnar marki með enska landsliðinu í Þjóðadeildinni.
Raheem Sterling fagnar marki með enska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Vísir/Getty
Enska landsliðið mætir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu en dregið var í Dublin á Írlandi í dag.

Fyrstu úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í Portúgal en auk heimamanna keppa þar Englendingar, Svisslendingar og Hollendingar.

Heimamenn mæta Sviss í sínum undanúrslitaleik sem verður fyrri leikurinn og fer fram í Porto. Leikur Englands og Hollands verður spilaður í Guimaraes.





Leikjadagskráin í úrslitum Þjóðadeildinni í sumar:

5. júní í Porto

Undanúrslitaleikur Portúgals og Sviss

6. júní í Guimaraes

Undanúrslitaleikur Englands og Hollands

9. júní

Leikur um þriðja sætið í Guimaraes

Úrslitaleikur í Porto




Fleiri fréttir

Sjá meira


×