Innlent

Verðlaun veitt í samkeppni um Stjórnarráðsreit

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Vinningstillagan um Stjórnarráðsreitinn.
Vinningstillagan um Stjórnarráðsreitinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Úrslit í samkeppni um skipulag og viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið voru kynnt í gær.

Fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag á Stjórnarráðsreit hlutu T.ark Arkitektar og S(P)RINT Studio. Í teyminu voru Karl Kvaran, Ivon Stefán Cilia, Sahar Ghaderi og Sara Mortazavi. Dómnefnd segir heildarlausnina skýra og raunhæfa.

Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason hjá KURT­OGPÍ ásamt Garðari Snæbjörnssyni, Jóhönnu Høeg Sigurðardóttur og Ólafi Baldvin Jónssyni hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið.

Dómnefnd segir að tillagan einkennist af skilningi á þörfum starfseminnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×