Vonar að páfinn „sjái villu síns vegar“ vegna ummæla um samkynhneigð Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 22:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/vilhelm Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra sárnar ummæli um samkynhneigð sem nýlega voru höfð eftir Frans páfa. Guðmundur, sem sjálfur er samkynhneigður, beinir því til páfans að kynhneigð sé hvorki lífsstíll né val og vonar að hann sjái villu síns vegar. Í viðtali vegna nýrrar bókar sagði Frans að samkynhneigð meðal kaþólskra presta væri„alvarlegt mál“ sem hann hefði áhyggjur af. Þá sagði hann samkynhneigð jafnframt vera „í tísku“ og hvatti presta til að standa við skírlífseið sinn. Guðmundur sagði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hefði orðið dapur að heyra það sem haft var eftir Frans páfa í bókinni. Því hafi hann ákveðið að birta fyrstu drög af „rafrænu bréfi“ til páfans. „Kæri Francis. Kynhneigð er ekki lífsstíll. Kynhneigð er ekki val og ekki kynvitund heldur. Hún bara er. Líka kynhneigð hinsegin fólks. Kynhneigð okkar er ekki tískufyrirbrigði sem við skiptum út með nýrri vorlínu. Við bara erum svona,“ skrifar Guðmundur. Þá greinir hann frá því að hann hafi eitt sinn íhugað að verða munkur og dvaldi í kaþólsku klaustri þegar hann var 21 árs. „Ég veit að það að ganga í klaustur er nokkurra ára strangt lærdómsferli og ég veit að það þarf að gera kröfur til þeirra sem ákveða að gerast kirkjunnar þjónar. En það kemur kynhneigð ekkert við. Bara ekki neitt. Ég verð dapur að heyra að þú sem ég hef annars haft ágætis mætur á sjáir ekkert rými fyrir hinsegin fólk á meðal presta, munka og nunna.“Sjá einnig: Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Að lokum biðlar Guðmundur til Frans páfa að vera meðvitaður um að orðunum fylgi ábyrgð. „Kæri Francis. Þú gerir stór mistök með því að útiloka framlag hinsegin fólks. Eftir því sem þú hefur fjölbreyttari hóp í vinnu hjá þér, eru meiri líkur á að kirkjan þín geti betur rækt hlutverk sitt – að vera boðberi kærleika, friðar og ástar. Það verður meiri skilningur innan hennar. Kæri Francis. Maður í jafn valdamikilli stöðu og þú hefur áhrif á fjölda fólks um allan heim. Orðum þínum fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð. Ég vona að þú sjáir villu þíns vegar. Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Íslandi, Mummi.“ Alþingi Evrópa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52 Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56 Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra sárnar ummæli um samkynhneigð sem nýlega voru höfð eftir Frans páfa. Guðmundur, sem sjálfur er samkynhneigður, beinir því til páfans að kynhneigð sé hvorki lífsstíll né val og vonar að hann sjái villu síns vegar. Í viðtali vegna nýrrar bókar sagði Frans að samkynhneigð meðal kaþólskra presta væri„alvarlegt mál“ sem hann hefði áhyggjur af. Þá sagði hann samkynhneigð jafnframt vera „í tísku“ og hvatti presta til að standa við skírlífseið sinn. Guðmundur sagði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hefði orðið dapur að heyra það sem haft var eftir Frans páfa í bókinni. Því hafi hann ákveðið að birta fyrstu drög af „rafrænu bréfi“ til páfans. „Kæri Francis. Kynhneigð er ekki lífsstíll. Kynhneigð er ekki val og ekki kynvitund heldur. Hún bara er. Líka kynhneigð hinsegin fólks. Kynhneigð okkar er ekki tískufyrirbrigði sem við skiptum út með nýrri vorlínu. Við bara erum svona,“ skrifar Guðmundur. Þá greinir hann frá því að hann hafi eitt sinn íhugað að verða munkur og dvaldi í kaþólsku klaustri þegar hann var 21 árs. „Ég veit að það að ganga í klaustur er nokkurra ára strangt lærdómsferli og ég veit að það þarf að gera kröfur til þeirra sem ákveða að gerast kirkjunnar þjónar. En það kemur kynhneigð ekkert við. Bara ekki neitt. Ég verð dapur að heyra að þú sem ég hef annars haft ágætis mætur á sjáir ekkert rými fyrir hinsegin fólk á meðal presta, munka og nunna.“Sjá einnig: Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Að lokum biðlar Guðmundur til Frans páfa að vera meðvitaður um að orðunum fylgi ábyrgð. „Kæri Francis. Þú gerir stór mistök með því að útiloka framlag hinsegin fólks. Eftir því sem þú hefur fjölbreyttari hóp í vinnu hjá þér, eru meiri líkur á að kirkjan þín geti betur rækt hlutverk sitt – að vera boðberi kærleika, friðar og ástar. Það verður meiri skilningur innan hennar. Kæri Francis. Maður í jafn valdamikilli stöðu og þú hefur áhrif á fjölda fólks um allan heim. Orðum þínum fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð. Ég vona að þú sjáir villu þíns vegar. Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Íslandi, Mummi.“
Alþingi Evrópa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52 Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56 Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52
Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56
Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35