AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 14:00 Tómas Ingi Tómasson Mynd/Twittter/@AGFFodbold Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi fær ekki aðeins stuðning frá Íslandi því gamla liðið hans, AGF í Danmörku, hefur líka sett af stað söfnun. Tómas Ingi lék með AGF um aldarmótin. Tómas Ingi hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015 en fótboltaferillinn tók sinn toll líkamlega og var þessi aðgerð nauðsynleg. Hún gekk hinsvegar illa og þrjár aðgerðir til viðbótar hafa ekki skilað árangri.På søndag samles der på Island ind til den tidligere AGF'er Tómas Ingi Tómasson, der har brug for hjælp til en livreddende operation. Fra Danmark er det også muligt at støtte indsamlingen og dermed hjælpe Ingi https://t.co/u5Qc7anDJy#ksdh#ultratwitteragfpic.twitter.com/Rk9HPAVqWb — AGF (@AGFFodbold) December 7, 2018Tómas Ingi spilaði með nokkrum liðum á sínum ferli og eignaðist marga vini bæði hér á Íslandi og eins í Danmörku. Tómas bíður nú eftir því að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri. Þetta er kostnaðarsamt fyrir Tómas Inga en ofan á öll veikindin hafa bæst fjárhagsáhyggjur. AGF segir frá raunum Tómasar Inga á heimasíðu um leið og er sagt frá styrktarleiknum. Þar kemur fram að það sé líka möguleiki að styrkja Tómas Inga í Danmörku. AGF rifjar upp eftirminnilegt mark sem Tómas Ingi skoraði fyrir félagið en hann skoraði 4 mörk í 37 leikjum fyrir danska félagið. Það má lesa meira um það hér. Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Frjáls framlög eru við innganginn en einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning.Reikningsnúmerið er: 528-14-300 og kennitalan er: 070669-4129 „Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!,“ segir um Tommadaginn á viðurburðarsíðu hans á fésbókinni. Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi fær ekki aðeins stuðning frá Íslandi því gamla liðið hans, AGF í Danmörku, hefur líka sett af stað söfnun. Tómas Ingi lék með AGF um aldarmótin. Tómas Ingi hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015 en fótboltaferillinn tók sinn toll líkamlega og var þessi aðgerð nauðsynleg. Hún gekk hinsvegar illa og þrjár aðgerðir til viðbótar hafa ekki skilað árangri.På søndag samles der på Island ind til den tidligere AGF'er Tómas Ingi Tómasson, der har brug for hjælp til en livreddende operation. Fra Danmark er det også muligt at støtte indsamlingen og dermed hjælpe Ingi https://t.co/u5Qc7anDJy#ksdh#ultratwitteragfpic.twitter.com/Rk9HPAVqWb — AGF (@AGFFodbold) December 7, 2018Tómas Ingi spilaði með nokkrum liðum á sínum ferli og eignaðist marga vini bæði hér á Íslandi og eins í Danmörku. Tómas bíður nú eftir því að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri. Þetta er kostnaðarsamt fyrir Tómas Inga en ofan á öll veikindin hafa bæst fjárhagsáhyggjur. AGF segir frá raunum Tómasar Inga á heimasíðu um leið og er sagt frá styrktarleiknum. Þar kemur fram að það sé líka möguleiki að styrkja Tómas Inga í Danmörku. AGF rifjar upp eftirminnilegt mark sem Tómas Ingi skoraði fyrir félagið en hann skoraði 4 mörk í 37 leikjum fyrir danska félagið. Það má lesa meira um það hér. Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Frjáls framlög eru við innganginn en einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning.Reikningsnúmerið er: 528-14-300 og kennitalan er: 070669-4129 „Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!,“ segir um Tommadaginn á viðurburðarsíðu hans á fésbókinni.
Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira