Pabba Sigmundar blöskraði og sendi „óviðeigandi“ póst á sérkennara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 14:43 Gunnlaugur Sigmundsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sendi Félagi sérkennara harðorðan tölvupóst á dögunum. Gunnlaugur var afar ósáttur við yfirlýsingu félagsins þess efnis að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði aldrei verið ritstjóri Glæða, fagrímarits sérkennara. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Formaður félagsins segir bréfið ekki svaravert. Anna Kolbrún er ein þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Á barnum sat einnig Bára Halldórsdóttir sem tók upp hávær samtöl þingmannanna í um þrjár klukkustundir. Fjallað hefur verið ítarlega um upptökurnar í öllum miðlum. Þriðjudaginn 4. desember sendi félag sérkennara frá sér tilkynningu þar sem bent var á rangfærslu í æviágrpipi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Hún hefði aldrei verið ritstjóri Glæða heldur setið í ritnefnd. Um var að ræða aðra rangfærslu í æviágripi þingkonunnar en Þroskaþjálfafélag Íslands hafði bent á að Anna Kolbrún hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Um er að ræða lögverndað starfsheiti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í ræðustól þingsins seinna sama dag að Anna Kolbrún hefði látið þinginu í hendur réttar upplýsingar. Mistökin væru ekki hennar heldur starfsfólks sem færir upplýsingarnar inn á vef þingsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í vikunni.vísir/vilhelmErfið veikindi Sædís Ósk Harðardóttir, ritstjóri Glæða og formaður Félags sérkennara, segir í samtali við Vísi að félagið hafi tekið eftir þessari rangfærslu í æviágripinu þann 29. nóvember. Tölvupóstur hafi verið sendur á Önnu Kolbrúnu til að vekja athygli hennar á þessu. Póstinum hafi ekki verið svarað svo að þann 4. desember hafi tilkynning verið send út vegna rangfærslunnar. Gunnlaugur Sigmundsson var afar ósáttur við tilkynningu félagsins og segir að verið sé að sparka í liggjandi mann. Hann vísar í samtali við Fréttablaðið til veikinda Önnu Kolbrúnar sem hafi glímt við krabbamein í lengri tíma. „Almennt talað í dýraríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsnabú vita, að ef einhver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mannfólkið þurfum ekki að haga okkur eins,“ segir Gunnlaugur við Fréttablaðið.Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara.Ekki persónuleg árás Sædís Ósk segir tölvupóst Gunnlaugs hafa verið „óviðeigandi“ og ekki við hæfi. Hann sé ekki svaraverður enda þurfi félagið ekki að svara fyrir neitt. Það hafi einfaldlega bent á staðreyndavillu. „Auðvitað finnst okkur leiðinilegt að fólk glími við veikindi,“ segir Sædís Ósk. Það breyti því þó ekki staðreyndum. Um sé að ræða fagtímarit, ritrýnt tímarit sem sé birt í vísindasamfélaginu. Mikil áhersla sé lögð á að hafa allt á hreinu. Rétt skuli vera rétt. „Þetta er ekki persónuleg árás á konuna heldur leiðrétting á rangfærslu.“ Stjórnarfundur sé hjá félaginu á þriðjudag þar sem tölvupóstur Gunnlaugs verði meðal annars á dagskrá. Gunnlaugur hefur áður tjáð sig með afgerandi hætti um pólitísk mál sem snerta Sigmund Davíð. Er skemmst að minnast ítarlegs viðtals við Gunnlaug eftir umfjöllun um Panamaskjölin vorið 2016. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sendi Félagi sérkennara harðorðan tölvupóst á dögunum. Gunnlaugur var afar ósáttur við yfirlýsingu félagsins þess efnis að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði aldrei verið ritstjóri Glæða, fagrímarits sérkennara. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Formaður félagsins segir bréfið ekki svaravert. Anna Kolbrún er ein þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Á barnum sat einnig Bára Halldórsdóttir sem tók upp hávær samtöl þingmannanna í um þrjár klukkustundir. Fjallað hefur verið ítarlega um upptökurnar í öllum miðlum. Þriðjudaginn 4. desember sendi félag sérkennara frá sér tilkynningu þar sem bent var á rangfærslu í æviágrpipi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Hún hefði aldrei verið ritstjóri Glæða heldur setið í ritnefnd. Um var að ræða aðra rangfærslu í æviágripi þingkonunnar en Þroskaþjálfafélag Íslands hafði bent á að Anna Kolbrún hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Um er að ræða lögverndað starfsheiti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í ræðustól þingsins seinna sama dag að Anna Kolbrún hefði látið þinginu í hendur réttar upplýsingar. Mistökin væru ekki hennar heldur starfsfólks sem færir upplýsingarnar inn á vef þingsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í vikunni.vísir/vilhelmErfið veikindi Sædís Ósk Harðardóttir, ritstjóri Glæða og formaður Félags sérkennara, segir í samtali við Vísi að félagið hafi tekið eftir þessari rangfærslu í æviágripinu þann 29. nóvember. Tölvupóstur hafi verið sendur á Önnu Kolbrúnu til að vekja athygli hennar á þessu. Póstinum hafi ekki verið svarað svo að þann 4. desember hafi tilkynning verið send út vegna rangfærslunnar. Gunnlaugur Sigmundsson var afar ósáttur við tilkynningu félagsins og segir að verið sé að sparka í liggjandi mann. Hann vísar í samtali við Fréttablaðið til veikinda Önnu Kolbrúnar sem hafi glímt við krabbamein í lengri tíma. „Almennt talað í dýraríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsnabú vita, að ef einhver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mannfólkið þurfum ekki að haga okkur eins,“ segir Gunnlaugur við Fréttablaðið.Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara.Ekki persónuleg árás Sædís Ósk segir tölvupóst Gunnlaugs hafa verið „óviðeigandi“ og ekki við hæfi. Hann sé ekki svaraverður enda þurfi félagið ekki að svara fyrir neitt. Það hafi einfaldlega bent á staðreyndavillu. „Auðvitað finnst okkur leiðinilegt að fólk glími við veikindi,“ segir Sædís Ósk. Það breyti því þó ekki staðreyndum. Um sé að ræða fagtímarit, ritrýnt tímarit sem sé birt í vísindasamfélaginu. Mikil áhersla sé lögð á að hafa allt á hreinu. Rétt skuli vera rétt. „Þetta er ekki persónuleg árás á konuna heldur leiðrétting á rangfærslu.“ Stjórnarfundur sé hjá félaginu á þriðjudag þar sem tölvupóstur Gunnlaugs verði meðal annars á dagskrá. Gunnlaugur hefur áður tjáð sig með afgerandi hætti um pólitísk mál sem snerta Sigmund Davíð. Er skemmst að minnast ítarlegs viðtals við Gunnlaug eftir umfjöllun um Panamaskjölin vorið 2016.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00
Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15