Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í apríl. Vísir Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður og svo fulltrúa þingflokksins, sem verið hefur Bergþór Ólason. Þingmennirnir fjórir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna tvo sólarhringa eftir að upptökur af samtölum þeirra bárust DV og Stundinni. Ummælin fela mörg hver í sér kvenfyrirlitningu og hafa þingmennirnir beðist afsökunar á orðum sínum hver á sinn hátt. Sumir á Facebook en aðrir í viðtölum í fjölmiðlum. Þingmennirnir hafa verið spurðir að því hvort þeir hyggjast segja af sér. Anna Kolbrún er sú eina sem hefur sagst velta stöðu sinni fyrir sér.Hvorki gjaldkeri né ritari Ólíkt öðrum flestum stjórnmálaflokkum landsins er enginn gjaldkeri, ritari eða meðstjórnandi í stjórn flokksins. Fjórir skipa einfaldlega stjórn Miðflokksins samanborið til dæmis við sautján í tilfelli Vinstri grænna. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokksins, útskýrði fyrirkomulagið í samtali við Vísi. Hún minnti á að þingflokkurinn væri ungur og stjórnin hefði verið kosin í fyrsta sinn í apríl. Endurskoðun á straumlínulögun flokksins og hvernig stjórnin er skipuð stendur yfir að sögn Hólmfríðar. Þá bendir Hólmfríður á að 120 manns eigi sæti í flokksráði sem fundi tvisvar á ári, síðast í nóvember. Stjórn Miðflokksins kallar saman flokksráðið.Mættu ekki á nefndarfundi Hólmfríður sagðist ekki vita betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda í dag. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um hvar og hvenær þingflokkurinn hyggst funda. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason. Nefndarfundir voru á Alþingi um og eftir hádegi í dag.Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd óskuðu eftir því að Karl Gauti Hjaltason sem á sæti í nefndinni myndi víkja af fundi í dag. Tilefnið var að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var gestur fundarins en nafn hennar kemur fyrir í Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en hann var ekki viðstaddur. Hann var á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um loftslagsmál en hætti við að koma á fund þeirrar nefndar sem hann gegnir formennsku í. Þá mættu Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún ekki á nefndarfundi sína í efnahags- og viðskiptanefnd annars og allsherjar- og menntamálanefnd hins vegar. Þau mættu hins vegar í þingmannaveislu á Bessastöðum í gærkvöldi þar sem Bergþór og Gunnar Bragi sátu hjá. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður og svo fulltrúa þingflokksins, sem verið hefur Bergþór Ólason. Þingmennirnir fjórir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna tvo sólarhringa eftir að upptökur af samtölum þeirra bárust DV og Stundinni. Ummælin fela mörg hver í sér kvenfyrirlitningu og hafa þingmennirnir beðist afsökunar á orðum sínum hver á sinn hátt. Sumir á Facebook en aðrir í viðtölum í fjölmiðlum. Þingmennirnir hafa verið spurðir að því hvort þeir hyggjast segja af sér. Anna Kolbrún er sú eina sem hefur sagst velta stöðu sinni fyrir sér.Hvorki gjaldkeri né ritari Ólíkt öðrum flestum stjórnmálaflokkum landsins er enginn gjaldkeri, ritari eða meðstjórnandi í stjórn flokksins. Fjórir skipa einfaldlega stjórn Miðflokksins samanborið til dæmis við sautján í tilfelli Vinstri grænna. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokksins, útskýrði fyrirkomulagið í samtali við Vísi. Hún minnti á að þingflokkurinn væri ungur og stjórnin hefði verið kosin í fyrsta sinn í apríl. Endurskoðun á straumlínulögun flokksins og hvernig stjórnin er skipuð stendur yfir að sögn Hólmfríðar. Þá bendir Hólmfríður á að 120 manns eigi sæti í flokksráði sem fundi tvisvar á ári, síðast í nóvember. Stjórn Miðflokksins kallar saman flokksráðið.Mættu ekki á nefndarfundi Hólmfríður sagðist ekki vita betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda í dag. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um hvar og hvenær þingflokkurinn hyggst funda. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason. Nefndarfundir voru á Alþingi um og eftir hádegi í dag.Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd óskuðu eftir því að Karl Gauti Hjaltason sem á sæti í nefndinni myndi víkja af fundi í dag. Tilefnið var að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var gestur fundarins en nafn hennar kemur fyrir í Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en hann var ekki viðstaddur. Hann var á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um loftslagsmál en hætti við að koma á fund þeirrar nefndar sem hann gegnir formennsku í. Þá mættu Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún ekki á nefndarfundi sína í efnahags- og viðskiptanefnd annars og allsherjar- og menntamálanefnd hins vegar. Þau mættu hins vegar í þingmannaveislu á Bessastöðum í gærkvöldi þar sem Bergþór og Gunnar Bragi sátu hjá.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira