Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 14:48 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02