Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru ekki lengur þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49