Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2018 19:15 Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. Hinn 8. nóvember felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja. Áður hafði sérstakur saksóknari tvívegis fellt niður kærur Seðlabankans í málinu. Í síðara skipti með þeim rökum að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að skila öllum erlendum gjaldeyri til landsins. „Embættið telur styðja þann framburð að félagið virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa gætt þess á sama tíma af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu og vöru eða þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði,“ segir í bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans frá 4. september 2015. Þá taldi embætti skattrannsóknastjóra ekki ástæðu til aðhafast neitt vegna þriggja erinda sem beint var til embættisins vegna Samherja og að ekki væri tilefni til að hefja rannsókn á skattskilum Samherja. Sigursteinn Ingvarsson lét af störfum hjá Samherja árið 2016 eftir 14 ára starf. Ástæða starfslokanna var sú að hann varð óvinnufær eftir rannsókn Seðlabankans og sérstaks saksóknara en Sigursteinn var einn þeirra starfsmanna Samherja sem Seðlabankinn kærði til sérstaks saksóknara. „Ég fór að fá kvíðaköst og fór að hugsa að þetta myndi allt fara á versta veg og að okkur tækist ekki að sannfæra þá að við værum heiðarlegt fólk og ég fór að glíma við þunglyndi. Konan mín og Þorsteinn Már hvöttu mig til að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi, sem ég gerði. Þá kom í ljós, eftir fyrstu viðtölin með sálfræðingi að hann taldi að ég væri miklu dýpra sokkinn en ég gerði mér grein fyrir. Ég var orðinn hálfdofinn í vinnu og náði ekki að einbeita mér, svaf illa á nóttunni og átti mjög erfitt með að tala um þetta án þess að brotna saman. Ég fór nokkrum sinnum inn á klósett og tók köst og ég á ennþá mjög erfitt með að tala um þetta í dag,“ segir Sigursteinn. Segir að Seðlabankinn hafi bara verið að reyna að „finna eitthvað“ Sigursteinn fékk að lokum meðhöndlun hjá geðlækni og hefur verið á lyfjum síðan. Hann sneri aldrei aftur til starfa hjá Samherja en býr í dag á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann starfar hjá bílaleigu. Sigursteinn segir að Seðlabankinn hafi ekki komið heiðarlega fram og að Már Guðmundsson seðlabankastjóri þurfi að axla ábyrgð á mistökum í málinu. „Ég var alveg búinn að finna fyrir því að Seðlabankinn var búinn að grafa sér svo djúpa gröf að hans eina haldreipi var bara að finna eitthvað til þess að réttlæta þessa langstærstu húsleit sem ráðist hefur verið í á Íslandi,“ segir Sigursteinn og er þar að vísa til húsleitarinnar 2012 sem var upphafið að málinu. „Það voru mistök hjá Seðlabankanum að óska eftir þessari húsleit sem var byggð á kolröngum útreikningum. Mér finnst óeðlilegt, hvort sem það eru forstjórar fyrirtækja eða æðstu embættismenn landsins, þegar menn sýna ekki sóma sinn í því að axla ábyrgð þegar þeir gera alvarleg mistök sem hafa svona gríðarleg áhrif. Ekki aðeins fjárhagsleg heldur líka tilfinningaleg,“ segir Sigursteinn. Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Már upptekinn í útlöndum Már Guðmundsson seðlabankastjóri getur ekki veitt viðtöl þar sem hann fundar nú með öðrum seðlabankastjórum á fundi Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. 13. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Seðlabankinn taldi sig þurfa að sekta vegna jafnræðissjónarmiða Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. 13. nóvember 2018 19:57 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. Hinn 8. nóvember felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja. Áður hafði sérstakur saksóknari tvívegis fellt niður kærur Seðlabankans í málinu. Í síðara skipti með þeim rökum að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að skila öllum erlendum gjaldeyri til landsins. „Embættið telur styðja þann framburð að félagið virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa gætt þess á sama tíma af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu og vöru eða þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði,“ segir í bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans frá 4. september 2015. Þá taldi embætti skattrannsóknastjóra ekki ástæðu til aðhafast neitt vegna þriggja erinda sem beint var til embættisins vegna Samherja og að ekki væri tilefni til að hefja rannsókn á skattskilum Samherja. Sigursteinn Ingvarsson lét af störfum hjá Samherja árið 2016 eftir 14 ára starf. Ástæða starfslokanna var sú að hann varð óvinnufær eftir rannsókn Seðlabankans og sérstaks saksóknara en Sigursteinn var einn þeirra starfsmanna Samherja sem Seðlabankinn kærði til sérstaks saksóknara. „Ég fór að fá kvíðaköst og fór að hugsa að þetta myndi allt fara á versta veg og að okkur tækist ekki að sannfæra þá að við værum heiðarlegt fólk og ég fór að glíma við þunglyndi. Konan mín og Þorsteinn Már hvöttu mig til að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi, sem ég gerði. Þá kom í ljós, eftir fyrstu viðtölin með sálfræðingi að hann taldi að ég væri miklu dýpra sokkinn en ég gerði mér grein fyrir. Ég var orðinn hálfdofinn í vinnu og náði ekki að einbeita mér, svaf illa á nóttunni og átti mjög erfitt með að tala um þetta án þess að brotna saman. Ég fór nokkrum sinnum inn á klósett og tók köst og ég á ennþá mjög erfitt með að tala um þetta í dag,“ segir Sigursteinn. Segir að Seðlabankinn hafi bara verið að reyna að „finna eitthvað“ Sigursteinn fékk að lokum meðhöndlun hjá geðlækni og hefur verið á lyfjum síðan. Hann sneri aldrei aftur til starfa hjá Samherja en býr í dag á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann starfar hjá bílaleigu. Sigursteinn segir að Seðlabankinn hafi ekki komið heiðarlega fram og að Már Guðmundsson seðlabankastjóri þurfi að axla ábyrgð á mistökum í málinu. „Ég var alveg búinn að finna fyrir því að Seðlabankinn var búinn að grafa sér svo djúpa gröf að hans eina haldreipi var bara að finna eitthvað til þess að réttlæta þessa langstærstu húsleit sem ráðist hefur verið í á Íslandi,“ segir Sigursteinn og er þar að vísa til húsleitarinnar 2012 sem var upphafið að málinu. „Það voru mistök hjá Seðlabankanum að óska eftir þessari húsleit sem var byggð á kolröngum útreikningum. Mér finnst óeðlilegt, hvort sem það eru forstjórar fyrirtækja eða æðstu embættismenn landsins, þegar menn sýna ekki sóma sinn í því að axla ábyrgð þegar þeir gera alvarleg mistök sem hafa svona gríðarleg áhrif. Ekki aðeins fjárhagsleg heldur líka tilfinningaleg,“ segir Sigursteinn.
Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Már upptekinn í útlöndum Már Guðmundsson seðlabankastjóri getur ekki veitt viðtöl þar sem hann fundar nú með öðrum seðlabankastjórum á fundi Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. 13. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Seðlabankinn taldi sig þurfa að sekta vegna jafnræðissjónarmiða Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. 13. nóvember 2018 19:57 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
Már upptekinn í útlöndum Már Guðmundsson seðlabankastjóri getur ekki veitt viðtöl þar sem hann fundar nú með öðrum seðlabankastjórum á fundi Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. 13. nóvember 2018 07:00
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16
Seðlabankinn taldi sig þurfa að sekta vegna jafnræðissjónarmiða Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. 13. nóvember 2018 19:57
Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03