May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 09:00 Theresa May í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gær. Nordicphotos/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Musk og Trump valda uppnámi í Washington DC Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Musk og Trump valda uppnámi í Washington DC Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00
Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30