Hágrét þegar að hann sá bros á vörum Kristbjargar og vissi að HM væri möguleiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 10:00 Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn Aron Einar áður en hann hélt á HM. Vísir/EgillA Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00
Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti