Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 14:00 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Thomas Møller Olsen, 31 árs Grænlendingur, var í Landsrétti í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Þannig staðfesti Landsréttur sömu niðurstöðu úr Héraðsdómi Reykjaness. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, sagðist við dómsuppkvaðninguna fastlega búast við því að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þær bætur sem foreldrum Birnu voru dæmdar í héraði voru staðfestar. Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, voru dæmdar fjórar milljónir króna ásamt vöxtum og móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdótur, rúmlega þrjár milljónir króna með vöxtum. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og verður í framhaldinu birtur á vefsíðu Landsréttar. Thomas var í héraði einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar 2017 og kemur það til frádráttar refsingunni.Jón H. B. Snorrason saksóknari var viðstaddur dómsuppkvaðninguna fyrir hönd ákæruvaldsins. Með honum á myndinni er Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmTaldi eðlilegt að þyngja dóminn Óhætt er að segja að fá mál hafi fangað athygli þjóðarinnar á sama hátt og það sem nú hefur verið dæmt í bæði í héraði og Landsrétti. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Hann hefur bent á skipsverjann Nikolaj Olsen og talið líklegt að hann hafi orðið Birnu að bana. Thomas hefur þó alfarið neitað að segja frá því sem gerðist á fjögurra klukkustunda tímabili að morgni 14. janúar þegar talið er að henni hafi verið ráðinn bani og líkinu komið fyrir. Ákæruvaldið fór fram á átján ára fangelsi í héraði en niðurstaðan var nítján ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið fyrir Landsrétti, sagði ekki óeðlilegt að Thomas fengi enn þyngri refsingu fyrir að reyna að koma sök á félaga sinn, fyrrnefndan Nikolaj.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00