Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 19:00 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen var í samskiptum við þáverandi unnustu sína dagana 13. til 18. janúar 2017, áður en hann var handtekinn af lögreglu fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. Landsréttur staðfesti í dag 19 ára fangelsisdóm yfir Thomasi. Í dómi Landsréttar kemur fram að í málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. Þar segir að samskipti þeirra þann 17. janúar lýsi slæmri andlegri líðan Thomasar. Í framhaldi af því að unnustan hafi upplýst Thomas um að einhverjir skipverjanna hefðu tekið á leigu rauða bifreið og að skór Birnu hefðu fundist við Hafnarfjarðarhöfn sendi Thomas henni meðal annars skilaboðin: „Það er eins og ég muni aldrei fara heim.“ Þegar unnustan spurði Thomas hvað væri það versta sem gæti gerst svaraði hann: „Veit ekki, að þetta fattist. Verð handtekinn.“ Í samtali þeirra þann 18. janúar, eftir að skipinu hafði verið snúið við til Íslands svaraði Thomas spurningu unnustunnar „ef þið berið sök á hvarfi hennar“ á þá leið: „Hættu nú. Ég man ekki einu sinni hvernig þær litu út“ og síðar „þau höfðu drukkið“ og í kjölfarið „Þær fóru af í hringtorginu.“ Í samskiptum þeirra var ekkert minnst á fíkniefni heldur snerust þau eingöngu um hvarf Birnu og hvort og hvernig Thomas tengdist því.Úlpan umdeilda virtist passleg Meðal gagna málsins var einnig blá úlpa í stærð Medium. Thomas hefur neitað að eiga úlpuna en segist hafa átt úlpu sömu tegundar í stærðinni XL. Á úlpunni fundust blettir sem rannsókn leiddi í ljós að voru blóðblettir og bentu niðurstöður eindregið til um væri að ræða blóð úr Birnu. Fyrir aðalmeðferð málsins í Landsrétti mátaði Thomas úlpuna auk þess sem hann samþykkti að láta vigta sig. Auk þess mátaði hann aðra úlpu sömu tegundar og stærðar sem verjandi hans hafði útvegað. Mátunin fór fram þann 18. október síðastliðinn og var tekin upp í bæði hljóði og mynd. Thomas taldi úlpuna of þrönga og hélt hann því fram að hann hefði aldrei keypt sér úlpu í þessari stærð. Thomas var 94 kíló að þyngd við upphaf rannsóknar málsins. Þann 18. Október var hann 100,65 kíló. Upptaka af mátuninni sýnir að hann átti auðvelt með að renna úlpunni upp og virðist hún hæfilega víð og síð. Segir í dómi Landsréttar að með teknu tilliti til þess að Thomas hafi bætt á sig tæpum sjö kílóum frá því að rannsókn málsins hófst bendi ekkert til annars en að hún hafi passað honum vel við upphaf rannsóknar. Þá bendi upptökur úr öryggismyndavél við Hafnarfjarðarhöfn eindregið til þess að hann hafi verið í umræddri úlpu þegar hann gekk um borð í Polar Nanoq um klukkan 11 þann 14. janúar 2017. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Yfirheyrsluaðferðin talin hafa farið gegn reglum um rétt handtekinna manna en ekki brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. 23. nóvember 2018 16:55 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Thomas Møller Olsen var í samskiptum við þáverandi unnustu sína dagana 13. til 18. janúar 2017, áður en hann var handtekinn af lögreglu fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. Landsréttur staðfesti í dag 19 ára fangelsisdóm yfir Thomasi. Í dómi Landsréttar kemur fram að í málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. Þar segir að samskipti þeirra þann 17. janúar lýsi slæmri andlegri líðan Thomasar. Í framhaldi af því að unnustan hafi upplýst Thomas um að einhverjir skipverjanna hefðu tekið á leigu rauða bifreið og að skór Birnu hefðu fundist við Hafnarfjarðarhöfn sendi Thomas henni meðal annars skilaboðin: „Það er eins og ég muni aldrei fara heim.“ Þegar unnustan spurði Thomas hvað væri það versta sem gæti gerst svaraði hann: „Veit ekki, að þetta fattist. Verð handtekinn.“ Í samtali þeirra þann 18. janúar, eftir að skipinu hafði verið snúið við til Íslands svaraði Thomas spurningu unnustunnar „ef þið berið sök á hvarfi hennar“ á þá leið: „Hættu nú. Ég man ekki einu sinni hvernig þær litu út“ og síðar „þau höfðu drukkið“ og í kjölfarið „Þær fóru af í hringtorginu.“ Í samskiptum þeirra var ekkert minnst á fíkniefni heldur snerust þau eingöngu um hvarf Birnu og hvort og hvernig Thomas tengdist því.Úlpan umdeilda virtist passleg Meðal gagna málsins var einnig blá úlpa í stærð Medium. Thomas hefur neitað að eiga úlpuna en segist hafa átt úlpu sömu tegundar í stærðinni XL. Á úlpunni fundust blettir sem rannsókn leiddi í ljós að voru blóðblettir og bentu niðurstöður eindregið til um væri að ræða blóð úr Birnu. Fyrir aðalmeðferð málsins í Landsrétti mátaði Thomas úlpuna auk þess sem hann samþykkti að láta vigta sig. Auk þess mátaði hann aðra úlpu sömu tegundar og stærðar sem verjandi hans hafði útvegað. Mátunin fór fram þann 18. október síðastliðinn og var tekin upp í bæði hljóði og mynd. Thomas taldi úlpuna of þrönga og hélt hann því fram að hann hefði aldrei keypt sér úlpu í þessari stærð. Thomas var 94 kíló að þyngd við upphaf rannsóknar málsins. Þann 18. Október var hann 100,65 kíló. Upptaka af mátuninni sýnir að hann átti auðvelt með að renna úlpunni upp og virðist hún hæfilega víð og síð. Segir í dómi Landsréttar að með teknu tilliti til þess að Thomas hafi bætt á sig tæpum sjö kílóum frá því að rannsókn málsins hófst bendi ekkert til annars en að hún hafi passað honum vel við upphaf rannsóknar. Þá bendi upptökur úr öryggismyndavél við Hafnarfjarðarhöfn eindregið til þess að hann hafi verið í umræddri úlpu þegar hann gekk um borð í Polar Nanoq um klukkan 11 þann 14. janúar 2017.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Yfirheyrsluaðferðin talin hafa farið gegn reglum um rétt handtekinna manna en ekki brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. 23. nóvember 2018 16:55 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31
Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Yfirheyrsluaðferðin talin hafa farið gegn reglum um rétt handtekinna manna en ekki brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. 23. nóvember 2018 16:55
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent