Versti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Sjúklingur fær meðferð hjá Læknum í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræðingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða annarrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfsmenn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögulega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur-Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér teljist erfitt viðfangsefni hefur heilbrigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðarspítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólusetningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfsmaður í árásunum. Átta friðargæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufaraldurs. Við munum heiðra minningu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu um síðustu helgi. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræðingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða annarrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfsmenn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögulega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur-Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér teljist erfitt viðfangsefni hefur heilbrigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðarspítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólusetningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfsmaður í árásunum. Átta friðargæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufaraldurs. Við munum heiðra minningu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu um síðustu helgi.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent