Skortur á eftirliti með eineltismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 23:25 Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32
Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45