Fótbolti

Strákarnir okkar halda áfram að falla niður FIFA-listann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erik Hamrén á enn eftir að vinna leik.
Erik Hamrén á enn eftir að vinna leik. vísir/getty
Íslenska landsliðið í fótbolta fellur niður í 37. sæti heimslista FIFA sem gefinn var út í morgun en það er sæti neðar en liðið var í þegar listinn var gefinn út í október.

Strákarnir okkar hafa ekki unnið leik á árinu og hafa fallið niður listann eftir heimsmeistaramótið. Þeir voru í 22. sæti í júní en voru svo í 32. sæti í ágúst og voru svo tvo mánuði í röð í 36. sæti.

Íslenska liðið hóf árið í 20. sæti þegar að listinn var gefinn út í janúar en komst hæst í 18. sætið og var þar bæði í febrúar og maí. Eftir það hefur liðið fallið niður heimslistann enda úrslitin ekki fallið með strákunum okkar.

Belgar eru áfram í efsta sæti listans á undan Frakklandi og Brasilíu en Króatía er í fjórða sætinu og Englendingar í því fimmta.

Svíþjóð hækkar um þrjú sæti eftir að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar og vermir 14. sætið en Danir eru efstir Norðurlandaþjóðanna í 10. sæti listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×