Upptökurnar koma illa við forsvarsmenn Klausturs Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 12:20 Engar hljóðupptökur eru í öryggismyndavélum Klausturs bar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Klausturs bar segja að starfsmenn staðarins hafi hvergi átt hlut í máli vegna upptöku á samtali alþingismanna á staðnum þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á Facebook síðu staðarins. Þá séu engar hljóðupptökur á myndavélum staðarins. „Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli.“ Það sé stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman þar inni að vild, burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra geta. Þá séu upptökur af hverskyns toga ekki samþykktar af staðnum. Athygli vakti að aðalmynd staðarins á Facebook var breytt í morgun í svartan bakgrunn með myllumerkjunum #darkforaday og #privacyplease.DV og Stundin birtu í gærkvöldi fréttir úr samtala nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem gerðar voru á barnum. Báðir miðlarnir vísuðu í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmanna Klaustri. Ekki hefur komið fram hvaðan upptökurnar koma, en þær bárust miðlunum frá nafnlausum aðila. Umræða þingmannanna um samstarfsfólk sitt á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar funda þeirra þingkvenna sem voru til umræðu í umræddri barferð þingmannana.Yfirlýsing Klausturs:Vegna fréttafluttnings af upptökum á samtali alþingismanna á Klaustur bar þann 20. Nóvember vilja forsvarsmenn staðarins taka það skýrt fram að starfsmenn Klausturs áttu þar hvergi hlut í máli. Einnig skal það tekið fram að engar hljóðupptökur eru á myndavélum staðarins. Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli enda sé það almennt stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman að vild þar inni burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra gesta, upptökur af hverskyns toga eru ekki samþykktar af staðnum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Forsvarsmenn Klausturs bar segja að starfsmenn staðarins hafi hvergi átt hlut í máli vegna upptöku á samtali alþingismanna á staðnum þann 20. nóvember. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á Facebook síðu staðarins. Þá séu engar hljóðupptökur á myndavélum staðarins. „Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli.“ Það sé stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman þar inni að vild, burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra geta. Þá séu upptökur af hverskyns toga ekki samþykktar af staðnum. Athygli vakti að aðalmynd staðarins á Facebook var breytt í morgun í svartan bakgrunn með myllumerkjunum #darkforaday og #privacyplease.DV og Stundin birtu í gærkvöldi fréttir úr samtala nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem gerðar voru á barnum. Báðir miðlarnir vísuðu í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmanna Klaustri. Ekki hefur komið fram hvaðan upptökurnar koma, en þær bárust miðlunum frá nafnlausum aðila. Umræða þingmannanna um samstarfsfólk sitt á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir sendu frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar funda þeirra þingkvenna sem voru til umræðu í umræddri barferð þingmannana.Yfirlýsing Klausturs:Vegna fréttafluttnings af upptökum á samtali alþingismanna á Klaustur bar þann 20. Nóvember vilja forsvarsmenn staðarins taka það skýrt fram að starfsmenn Klausturs áttu þar hvergi hlut í máli. Einnig skal það tekið fram að engar hljóðupptökur eru á myndavélum staðarins. Klaustur Bar harmar það að nafn staðarins hafi verið dregið inn í fréttaflutning af þessu máli enda sé það almennt stefna staðarins að fólki sé frjálst að ræða saman að vild þar inni burtséð frá persónulegum skoðunum staðarhaldara, starfsmanna eða annarra gesta, upptökur af hverskyns toga eru ekki samþykktar af staðnum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. 29. nóvember 2018 11:58
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02