Innlent

Niðurstaða kynnt stjórn á allra næstu dögum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Vinna innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar við úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur er á lokastigi og verður skýrslan kynnt stjórn Orkuveitunnar á næstu dögum. Niðurstöður verða því næst væntanlega kynntar borgarráði.

Lagt var upp með að úttekt yrði lokið innan tveggja mánaða og er stefnt að því að standa við það að sögn innri endurskoðanda borgarinnar. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, fór í tveggja mánaða leyfi frá störfum í september að eigin ósk og ætti að óbreyttu að snúa aftur til starfa síðar í þessum mánuði.


Tengdar fréttir

Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar

Stuðningur við starfsmannastjóra OR á fundi stjórnenda í gær. Tekið undir gagnrýni á ræðu Áslaugar Thelmu á kvennafrídaginn. Starfandi forstjóri telur sig ekki þurfa að gæta sérstaks hlutleysis í ljósi yfirstandandi úttektar innan fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×