Borgin ýtir á eftir fé í borgarlínu Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Umferðin er gjarnan þung á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verkefnahópur um útfærslur og fjármögnun borgarlínu skilar af sér fyrir eða eftir helgi. Borgin segir skýrt að ríkið geti ekki staðið við áætlanir í loftslagsmálum án breyttra samgangna. Oddviti VG í borginni segir skýran vilja hjá VG í ríkisstjórn til að fjármagna borgarlínu. Stefnt er að því að verkefnahópur um borgarlínu, almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, ljúki drögum að tillögum um fjármögnun og útfærslur í þessari viku eða byrjun næstu, að sögn Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra og formanns verkefnahópsins. Þá verði niðurstöður hópsins kynntar Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra. Viljayfirlýsing samgönguráðherra, borgarstjóra, og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna var undirrituð í september, um svipað leyti og samgönguáætlun var kynnt, en í kynningu hennar var ekki gert ráð fyrir fjármunum í uppbyggingu borgarlínu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í sínum huga ljóst að um sé að ræða sameiginlegan vilja ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fjármögnun borgarlínu verði tryggð. „Við höfum litið svo á að endanleg samgönguáætlun liggi ekki fyrir. Enda er engin tilviljun að það er skrifað undir viljayfirlýsingu nánast samtímis og samgönguáætlun er kynnt. Það undirstrikaði í mínum huga vilja ríkisstjórnarinnar til að ráðast í átak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, í stofnvegum, borgarlínu og stofnstígakerfi fyrir hjólreiðar. Þetta eru lykilaðgerðir til að ná árangri í loftslagsmálum og að ekki verði frekari tafir í umferðinni.“ Allar fyrirhugaðar breytingar á samgönguáætlun munu svo fara fyrir Alþingi sem þarf að samþykkja þær. Dagur B. Eggertsson.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ umsögn borgarinnar um samgönguáætlun er lögð mikil áhersla á að samgönguáætlun verði breytt verulega. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings né nauðsynlegra framkvæmda sem lúta að eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu borgarlínu. Sín megin hefur borgarstjórn þegar samþykkt að klára breytingar á aðalskipulagi til að tryggja framgang borgarlínu og að framkvæmdir við fyrstu hluta verksins verði tilbúnar í útboð árið 2020. „Í fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar, sem kynnt var í síðustu viku, var gert ráð fyrir um fimm milljörðum í uppbyggingu borgarlínu,“ útskýrir Dagur. Í umsögninni er enn fremur reifað að ekki verði séð hvernig stjórnvöld ætli sér að standa við metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum nema með breyttu samgöngumynstri á höfuðborgarsvæðinu. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, segir ljóst að borgarlína sé liður í því að staðið verði við áætlanir í umhverfismálum sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett sér. Líf MagneudóttirFréttablaðið/Sigtryggur Ari.„Það er algjörlega ljóst að á höfuðborgarsvæðinu verður að ráðast í þessar framkvæmdir við borgarlínu. Ég veit að minn flokkur í ríkisstjórn ýtir mjög á þetta. Kannski eru efasemdarraddir uppi hjá samstarfsflokkunum, Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en ég get ekki svarað fyrir það. Ég get bara haldið áfram að þrýsta hérna megin frá og mun halda því áfram,“ segir Líf. Hvað er borgarlína? Borgarlínan mun ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum sem eykur áreiðanleika og ferðahraða. Tíðni ferða verður mikil og getur farið í 5-7 mínútur á annatímum en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og samtíma upplýsingaskiltum sem sýna hvenær næsti vagn kemur. Kostnaður borgarlínu Áætlaður kostnaður er um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra á verðlagi í janúar 2017. Heildarkostnaður gæti því numið 63 t Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Verkefnahópur um útfærslur og fjármögnun borgarlínu skilar af sér fyrir eða eftir helgi. Borgin segir skýrt að ríkið geti ekki staðið við áætlanir í loftslagsmálum án breyttra samgangna. Oddviti VG í borginni segir skýran vilja hjá VG í ríkisstjórn til að fjármagna borgarlínu. Stefnt er að því að verkefnahópur um borgarlínu, almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, ljúki drögum að tillögum um fjármögnun og útfærslur í þessari viku eða byrjun næstu, að sögn Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra og formanns verkefnahópsins. Þá verði niðurstöður hópsins kynntar Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra. Viljayfirlýsing samgönguráðherra, borgarstjóra, og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna var undirrituð í september, um svipað leyti og samgönguáætlun var kynnt, en í kynningu hennar var ekki gert ráð fyrir fjármunum í uppbyggingu borgarlínu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í sínum huga ljóst að um sé að ræða sameiginlegan vilja ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fjármögnun borgarlínu verði tryggð. „Við höfum litið svo á að endanleg samgönguáætlun liggi ekki fyrir. Enda er engin tilviljun að það er skrifað undir viljayfirlýsingu nánast samtímis og samgönguáætlun er kynnt. Það undirstrikaði í mínum huga vilja ríkisstjórnarinnar til að ráðast í átak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, í stofnvegum, borgarlínu og stofnstígakerfi fyrir hjólreiðar. Þetta eru lykilaðgerðir til að ná árangri í loftslagsmálum og að ekki verði frekari tafir í umferðinni.“ Allar fyrirhugaðar breytingar á samgönguáætlun munu svo fara fyrir Alþingi sem þarf að samþykkja þær. Dagur B. Eggertsson.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ umsögn borgarinnar um samgönguáætlun er lögð mikil áhersla á að samgönguáætlun verði breytt verulega. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings né nauðsynlegra framkvæmda sem lúta að eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu borgarlínu. Sín megin hefur borgarstjórn þegar samþykkt að klára breytingar á aðalskipulagi til að tryggja framgang borgarlínu og að framkvæmdir við fyrstu hluta verksins verði tilbúnar í útboð árið 2020. „Í fimm ára fjárhagsáætlun borgarinnar, sem kynnt var í síðustu viku, var gert ráð fyrir um fimm milljörðum í uppbyggingu borgarlínu,“ útskýrir Dagur. Í umsögninni er enn fremur reifað að ekki verði séð hvernig stjórnvöld ætli sér að standa við metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum nema með breyttu samgöngumynstri á höfuðborgarsvæðinu. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, segir ljóst að borgarlína sé liður í því að staðið verði við áætlanir í umhverfismálum sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett sér. Líf MagneudóttirFréttablaðið/Sigtryggur Ari.„Það er algjörlega ljóst að á höfuðborgarsvæðinu verður að ráðast í þessar framkvæmdir við borgarlínu. Ég veit að minn flokkur í ríkisstjórn ýtir mjög á þetta. Kannski eru efasemdarraddir uppi hjá samstarfsflokkunum, Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en ég get ekki svarað fyrir það. Ég get bara haldið áfram að þrýsta hérna megin frá og mun halda því áfram,“ segir Líf. Hvað er borgarlína? Borgarlínan mun ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum sem eykur áreiðanleika og ferðahraða. Tíðni ferða verður mikil og getur farið í 5-7 mínútur á annatímum en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og samtíma upplýsingaskiltum sem sýna hvenær næsti vagn kemur. Kostnaður borgarlínu Áætlaður kostnaður er um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra á verðlagi í janúar 2017. Heildarkostnaður gæti því numið 63 t
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira