Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:28 Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira